Skírnir - 01.01.1931, Page 125
Skirnir]
Þjóðabandalagið.
119
enda þótt skylt sé eftir 12. og 13. gr. sáttmálans,
eða
b. óhlýðnast úrskurði eða dómi samkvæmt sömu grein-
um, eða
c. leggur ekki mál til bandalagsráðs eða bandalags-
þings samkvæmt 15. gr. sáttmálans, eða
d. hefur ófrið gegn aðilja, er tjáir sig hlíta tillögum
ráðs eða þings bandalagsins um lausn á máli,
þá skal lita svo á sem hann hafi rofið frið á öllum fé-
lögum bandalagsins. Þá verður þeim öllum skylt þegar í
stað:
1. Að slíta við hann öllum verzlunarskiftum,
2. Að slíta við hann öllu fjármálasambandi, t. d. veita
'honum engin lán eða önnur fjármálahlunnindi,
3. Að varna öllum skiftum milli sinna þegna og hans
þegna, hvort sem þau eru fjármálaskifti, verzlunarskifti eða
annarskonar skifti, og
4. Að varna slíkum skiftum milli friðrofa eða þegna
'hans og þegna ríkja, sem eru utan bandalagsins. Þetta
síðasta ákvæði mun vitanlega eiga við það, að enginn
bandalagsfélagi eða þegnar hans megi ljá aðstoð sína
með nokkrum hætti til slíkra skifta, t. d. milligöngu í verzl-
unarskiftum eða fjármála.
Þessi fyrirmæli koma þegar til framkvæmda, þvi að
hver bandalagsfélagi er skyldur til að framfylgja þeim
þegar í stað. Þetta verður þar á móti ekki sagt um atriði
það, er nú skal greina, sem sé:
5. Að leggja til herstyrk til að knýja friðrofa til vernd-
ar bandalagssáttmálanum. Eftir 16. gr. á ráðið að gera til-
lögur um framlög félaga bandalagsins á her og hergögn-
um til þess að halda í heiðri sáttmála bandalagsins. Þessar
tillögur skal svo leggja fyrir stjórnir bandalagsrikjanna.
Hvert þeirra heldur, sem fyrr segir, fullveldi sínu, þótt
það gangi í bandalagið, og verður því sjálft að ákveða,
hvað það leggur til í þessu skyni. Einu sinni hefir til þess
komið, að bandalagið ætlaði að senda her nokkurn til
Wilna i Póllandi til þess að hafa þar eftirlit með almennri