Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 126
120
Þjóðabandalagið.
[Skírniir
atkvæðagreiðslu, en af hersendingunni varð ekkert, — ekki
af því, að liðið væri ekki fyrir hendi, heldur af því, að at-
vik snerust svo, að ekki þótti þörf á því. Annars er ekki
unnt að segja, að hverju haldi þessi fyrirmæli sáttmálans
koma. En svo mikið er víst, að hver friðrofi getur átt á
hættu, að þeim verði beitt við hann. Og sú hætta ein mun
þó verða til þess, að menn munu fara varlegar í það að
byrja vopnaskifti en ella mundi verða. Sá félagi, sem eng-
an her hefir eða nær engan, gæti vitanlega ekki tekið þátt
í þessum herbúnaði.
Það er ennfremur skylda allra bandalagsfélaga:
6. Að styðja og styrkja hver annan til þess að koma
á og halda uppi ráðstöfunum þeim, er getur í 1.—3. að
framan, og að minnka hver hjá öðrum tjón það og óþæg-
indi, sem af þeim kann að leiða, svo og að styðja hver
annan til mótstöðu gegn þeim aðgerðum vegna þessara
ráðstafana, er friðrofi kann að gera hverjum þeim á hend-
ur. Að vonum er ekki unnt að greina í sáttmálanum, í
hverju slíkur styrkur skuli vera fólginn. Hann verður að
fara eftir því, sem atvik verða til hverju sinni. T. d. mætti
nefna rýmkun á tollákvæðum, útflutningsbönnum o. s. frv.,
er einn félagi léti hinum i té, lán o. s. frv.
Þá er hverjum bandalagsfélaga skylt:
7. Að veita her þeim, er bandalagið gerir út sam-
kvæmt 5. að framan, umferð um land sitt, loft og land-
helgi. Þó að ríki sé annars hlutlaust i ófriði almennt, þá
má gera ráð fyrir því, að bandalagið geri þessa kröfu.
Hinsvegar mun, svo sem fyrr segir, ekki þurfa að gera
ráð fyrir þvi, að hlutlaus riki, eins og Svissland og ísland,
muni verða krafin liðstyrks samkvæmt 16. gr. Svissland
hefir gert fyrirvara um það atriði, og bandalagið veit, að
ísland hefir engan her og gæti ekki lagt til neinn her, sizt
svo að nokkru munaði. Auk þess þyrfti hér oft svo skjótra
úrræða, að ekki yrði tóm til að æfa lið nægilega snemma,
þar sem engra æfðra inanna væri kostur fyrir.
Sumir eru hræddir við fyrirmæli 16. gr. sáttmálans og
þykir varhugavert þeirra vegna, að ísland gangi í banda-