Skírnir - 01.01.1931, Síða 128
122
Þjóðabandalagið.
[Skirnir
lagsaðili tekur þessu boði, þá fer málið til gerðar, í milli-
rikjadóm eða til bandalagsráðs eða þings, allt með þeim
hætti, sem áður var lýst. Gilda þá að öllu því leyti, sem
við á, ákvæði þau í 12.—13. og 15.—16. gr. sáttmálans, er
að framan er lýst. Sá aðili, sem t. d. ekki hlýðnast dómi
eða úrskurði eða grípur til vopna áður en dómur eða úr-
skurður er upp kveðinn eða áður en ráðið hefir lokið að-
gerðum sínum, sætir þá ráðstöfunum þeim, sem áður segir.
Ef annarhvor eða báðir aðiljar neita að taka boðum banda-
lagsins um lausn deilu sinnar og grípa síðan til vopna, má
beita ákvæðum 18. gr. um viðskiftabann þeim á hendur
o. s. frv.
Eins og getið var, reis deila milli Bretaveldis og
Tyrkja. Báðir aðiljar létu bandalagið reyna að jafna deib
una, og það tókst.
9. Öllum bandalagsfélögum er skylt að gæta þess, að
undirgangast engar skyldur, sem ósamrýmanlegar eru fyrir-
mælum bandalagssáttmálans, og að losa sig við allar slík-
ar skyldur, ef þær hafa á þeim hvilt áður en þeir gengu
í bandalagið, 20. gr. sáttmálans. Ennfremur er þeim skylt
að senda skrifstofu bandalagsins hvern samning, er þeir
gera við önnur ríki eftir að þeir gengu i bandalagið, til
skráningar og birtingar, 18. gr. sáttmálans.
10. Auk þessa hvila ýmsar skyldur á bandalagsfélög-
um, sem varða mannúðarmál og nú skal greina í sem
stytztu máli. Eru þær skyldur taldar í 23. gr. sáttmálans
þessar:
a. Að gera sér far um það, að veita verklýð sínum,
þar á meðal konum og börnum, sem tryggust og
mannúðlegust kjör.
b. Að tryggja innlendum mönnum í lendum, sem þeim
er trúað fyrir, réttlátlega meðferð.
c. Að fela bandalaginu umsjón með framkvæmd á
samningum til þess að hefta verzlun með konur
og börn, verzlun með ópíum og önnur hættuleg
lyf, svo og verzlun með vopn og skotfæri.
d. Að gera ráðstafanir til þess, að allir félagar banda-