Skírnir - 01.01.1931, Side 129
:Skirnir]
Þjóðabandalagið.
123
lagsins megi hafa frjálsar samgöngur og verzlun
með sem minnstum höftum hver í annars landi.
e. Að taka eftir megni þátt í alþjóða-ráðstöfunum til
þess að afstýra sjúkdómum.
f. Að styðja að stofnun Rauðakrossfélaga hver í ann-
ars landi.
Þá verður að gera stuttlega grein fyrir því, með hverj-
um hcetti sá geti hœtt að vera félagi, sem einu sinni var
orðinn það. Félagsskapurinn er frjáls. Enginn verður knúð-
ur til þess að vera í honum lengur en honum sjálfum sýn-
ist. í sáttmála bandalagsins er getið nokkurra atvika, sem
valda því, að aðili fer úr félagsskapnum. Þau eru þessi:
a. Úrsögn. Samkvæmt 1. gr. sáttmálans getur hver fé-
lagi sagt sig úr Þjóðabandalaginu. Tilkynningu um úrsögn
sína skal hann gefa og gengur úrsögnin í gildi að tveimur
árum liðnum frá því, er tilkynning kom til forstjóra skrif-
stofunnar. Þann tíma heldur aðili réttindum bandalagsfé-
laga og ber einnig skyldur þeirra. Hann getur því sótt
þing bandalagsins, starfað í ráði þess, ef hann á þar sæti
o. s. frv. Hann verður að greiða árstillag sitt, leggja deilu-
mál sín við önnur ríki í gerð, til dóms eða til bandalags-
ins, eins og aðrir félagar o. s. frv. Úrsögnin er ennfremur
bundin tveimur skilyrðum:
1. Að aðili hafi, þá er úrsögnin skal koma til fram-
kvæmdar, fullnægt öllum skuldbindingum sínum við önnur
ríki. Þetta getur einungis tekið til þeirra skuldbindinga og
skyldna, sem fullnægja skyldi áður en aðili fer úr banda-
laginu, en ekki til hinna, sem ekki skal fullnægja fyrr en
siðar.
2. Þá skal aðili hafa fullnægt öllum þeim skyldum,
sem á honum hvila samkvæmt sáttmála bandalagsins. Ef
hann hefði t. d. ekki greitt tillag sitt, ætti ólokin mál i
gerð eða dómi og ætla má, að þar af kunni að leiða
skylda á hendur honum o. s. frv., þá getur hann ekki
gengið úr bandalaginu fyrr en séð er, hvernig sú skylda
verður, og ekki fyrr en hann hefir innt hana af hendi.
b. Þótt félagi verði í minni hluta og jafnvel þótt hann