Skírnir - 01.01.1931, Side 130
124
Þjóðabandalagið.
jSkímir
standi einn nppi í atkvæðagreiðslu á fundum ráðs eða
þings, þá verður hann venjulega ekki bundinn við ályktun
meiri hlutans. En þar fyrir fer hann ekki úr Þjóðabanda-
laginu. Undantekning er gerð samkvæmt 26. gr. sáttmál-
ans. Ef breytingar á honum eru staðfestar af nægilega
mörgum félögum, fara hinir, sem ekki staðfesta þær, án
sérstakrar uppsagnar, úr félagsskapnum.
c. Samkvæmt 16. gr. sáttmálans má víkja hverjum
þeim félaga úr Þjóðabandalaginu, sem rofið hefir einhvern
sáttmála þess, en til þess þarf samhljóða ályktun ráðsins
og þingsins, að undanteknum þeim, er víkja á úr félags-
skapnum. Sáttmálsrof virðist gerð eða dómur eiga að úr-
skurða, en bandalagið ákveður svo, hvort aðili skuli víkja
úr félagsskapnum vegna þeirra.
d. Auk þess hlyti félagi, sem missti það stjórnmála-
sjálfstæði, er nauðsynlegt er til þess að geta verið í banda-
laginu, t. d. ef ríki er algerlega innlimað i annað ríki, að
ganga úr félagsskapnum. Þetta hlyti bandalagsþingið að
úrskurða, alveg eins og það ákveður það, hvort aðili verði
tekinn í félagsskapinn.
IV.
Skipun Þjóðabandalagsins o. fl.
1. Áður en skilizt er við þetta mál verður að segja
nokkuð frá skipulagi Þjóðabandalagsins og hvernig það
starfar. í rauninni má segja, að bandalagsþingið og banda-
lagsráðið sé nokkurs konar yfir- eða höfuðstofnanir Þjóða-
bandalagsins. Undir þessum stofnunum stendur svo skrif-
stofa Þjóðabandalagsins, sem hefur almennt undirbúning
og afgreiðslu þeirra mála, sem bandalagið tekur til með-
ferðar. En auk þess starfa tvær fastar stofnanir i skjóli
bandalagsins og eru að sumu leyti undir það gefnar: Fasti
millirikjadómurinn i Haag og vinnumáladeildin i Genf.
Aðsetur Þjóðabandalagsins er borgin Genf i Sviss-
landi, fagur bær og friðsæll við Genfarvatnið, þar sem