Skírnir - 01.01.1931, Side 131
Skírnir]
Þjoðabandalagið.
125
Rhónfljótið fellur úr því. Bandalagið hefir í hyggju að reisa
þar höll mikla yfir sig. Skrifstofan er í húsi einu, sem áð-
ur var eitt af stærstu gistihúsum bæjarins. En þótt það sé
stórt, þá er þar ekki rúm til fundarhalda bandalagsþings-
ins. Eru þau því haldin annars staðar i bænum
Tungur þær, sem bandalagið notar, eru frakkneska og
enska. Ræður og nefndarálit eru á þessum málum, svo og
flest rit, er bandalagið gefur út. Á fundum þings og ráðs
ákveða ræðumenn það sjálfir, á hvora þessara tungu þeir
mæla, en ræða flutt á ensku er jafnharðan þýdd á frönsku
og ræða flutt á frönsku er jafnharðan þýdd á ensku. Gera
þýðendur bandalagsins það, ræðumönnum og umbjóðend-
um þeirra að kostnaðarlausu. Kostar bandalagið þessar
þýðingar. En heimilt er ræðumanni að mæla á aðrar
tungur, en þá skal hann hafa þýðanda, er snúi ræðu á
frönsku eða á ensku, bandalaginu að kostnaðarlausu.
Bandalagsþingið (The Assembly) er skipað fulltrúum
allra félaga bandalagsins, eins og vikið hefir verið að.
Þingið kemur saman á aðsetursstað bandalagsins, en getur
þó haldið annars staðar fundi, ef hentugt þykir. Það kýs sér
forseta sinn og varaforseta og setur sér dagskrá. Reglu-
leg þingsamkoma er haldin einu sinni á ári, í september-
mánuði, og stendur hún venjulega nálægt mánuði. Er þá
margt um manninn í Genf, því að mönnum jiykja sam-
komur þingsins allmiklu máli skifta. Það er aðalreglan, að
eigi verða þar ályktanir gerðar, svo að alla félaga bindi,
nema samhljóða samþykki allra komi til. Undantekningar
eru þó allmargar frá þessari reglu. Fyrirmæli um þing-
sköp, skipun nefndarmanna og annara starfsmanna, er þing-
ið skipar, gerist með samþykki einfalds meiri hluta. Nýja
félaga má taka með samþykki 2/a þingmanna, og víkja má
félaga úr bandalaginu vegna rofa hans á samningum þeim,
er bandalagið setur, með samþykki allra hinna, svo sem
sagt hefir verið. Skýrslur og álit getur þingið látið frá sér
fara, ef meiri hluti hefir samþykkt.
Verksvið þingsins er ekki afmarkað gjörr í bandalags-
sáttmálanum. Það getur tekið til meðferðar öll þau mál,