Skírnir - 01.01.1931, Page 132
126
Þjóðabandalagið.
[Skírnir
sem bandalagið varða, nema þau sé sérstaklega undan því
tekin. Og sum mál eru sérstaklega til þess lögð, svo senr
um töku nýrra félaga og burtvikningu úr bandalaginu,
ákvörðun um fjárhagsáætlun og samþykkt reiknings banda-
lagsins, niðurjöfnun árstillaga bandalagsfélaga, breytingar á
bandalagssáttmálanum o. s. frv.
Undirbúningur mála fer fram í nefndum, sem þingið
skipar. Eru sex fastanefndir, sem þingið vísar málum ákveð'
innar tegundar til. Eru þær þessar:
1. Laganefnd, er íhugar mál um skipulag bandalagS'
ins og önnur sérstaklega lögfræðileg efni.
2. Nefnd, er rannsakar störf sérstakra fræðilegra starf-
stofnana, sem vinna i sambandi við bandalagið,
aðallega fjárhags-, verzlunar- og heilbrigðisstofnana
bandalagsins.
3. Afvopnunarnefnd.
4. Fjárhagsnefnd, sem einnig athugar innri stjórn banda-
lagsins.
5. Nefnd, er athugar þjóðhagsefni (social questions).
6. Nefnd, er tekur til athugunar stjórnmálefni, þar á.
meðal deilur milli rikja, sem til þingsins koma-
Semja nefndir þessar skýrslu og álit um málin, sem
til þeirra koma, líkt og þingnefndir gera.
Fundargerðir þingsins eru gefnar út árlega, ásamt
nefndarálitum og öðrum skjölum, sem fyrir það eru lögð-
Bandalagsráðið (The Council) er nú, sem áður segir.
skipað fulltrúum 14 félaga. Þar af hafa 5 félagar fast sæti,.
en 9 eru kjörnir af þinginu meðal annara félaga banda-
lagsins til þriggja ára i senn, og fer þriðjungur frá á hverju
ári. En heimilt er endurkjör með samþykki 2ls þingfulltrúa.
Annars kostar má ekki endurkjósa fulltrúa í ráðið næstu
þrjú ár. Er allmikill reipdráttur um kjörsætin í ráðinu.
Ráðið heldur reglulega fundi þrisvar sinnum á ári: í
janúar, maí og september, og venjulega í Genf, en annan
stað má þó velja, ef betur þykir henta. Aukasamkomur eru
haldnar, ef nauðsyn þykir til vera. Forsæti í ráðinu hafa
félagar til skiftis eftir upphafsstaf sínum, þannig að hver