Skírnir - 01.01.1931, Page 133
Skirnir| Þjóðabandalagið. 127
hefir forsæti einungis einnar ráðssamkomu. Ráðið setur
sér dagskrá.
Starfsvið ráðsins er ekki afmarkað glöggt. Því er rétt
að íaka til meðferðar hvert það málefni, sem bandalagið
varðar eða frið milli ríkja. Ekki verður þar ályktun gerð,
nema samþykki allra komi til, enda fer um þetta með
samsvarandi hætti sem sagt var um þingið. Af störfum,
sem sérstaklega eru lögð til ráðsins, má nefna þessi: Það
skipar forstjóra skrifstofunnar, að áskildu samþykki meiri
hluta þingsins, samþykkir skipun starfsmanna skrifstofunn-
ar, sem forstjóra er falin, undirbýr fjárhagsáætlun banda-
lagsins fyrir þingið og hefir umsjón með störfum skrifstof-
unnar. Það rannsakar stjórn bandalagsfélaga á lendum þeim,
sem þeim var falin samkvæmt 22. gr. sáttmálans, sbr. síðar,
á að semja tillögur um takmörkun vígbúnaðar, skipar yfir-
borgarstjóra i Danzig, hefir gætur á því, að minni hluta
þjóðernum í ýmsum ríkjum sé ekki misboðið, og síðast en
ekki sizt reynir að jafna deilur milli ríkja, eins og áður er
drepið á. Ráðið skipar og nefndir meðal ineðlima sinna til
þess að íhuga og gera skýrslur og álit um einstök mál-
efni. Fundargerðir ráðsins eru gefnar út með sama hætti
sem fundargerðir þingsins.
Til aðstoðar ráði og þingi bandalagsins eru skipaðar
ýmsar nefndir eða stofnanir settar, sem ýmist starfa stöð-
ugt eða er einungis falin rannsókn eða ineðferð einstakra
mála, en hætta svo störfum, þegar þeim málum er lokið.
Meðal þessara stofnana eru helztar nefndir kunnáttumanna,
er rannsaka og gefa ráð um fjárhagsmál, um verzlun og
samgöngur og heilbrigðismál. Þá hefir bandalagið sett að-
stoðarnefndir til rannsóknar og tillagna um hermál, til at-
hugunar á tneðferð uerndarlanda, er ýmsum ríkjum voru
falin i 22. gr. sáttmálans, eins og Sýrlandi og Palestinu,
til verndar og velferðar barna og unglinga, til gœzlu á
verzlun með ópium og hœttulegum lyfjum, og til samvinnu
á sviði andlegra mála.
Skrifstofa bandalagsins (The Secretariat). Hún er sett
á stofn samkvæmt 6. gr. sáttmálans. Fyrir henni stendur