Skírnir - 01.01.1931, Page 134
128
Þjóðabandalagið.
[Skírnir
forstjóri (secretary general) með um 90 þús. kr. árslaun-
um, vara-forstjóri og 3 undir-forstjórar með um 66 þús. kr.
árslaunum hver. Skrifstofan hefir á hendi undirbúning mála
fyrir ráð og þing bandalagsins og afgreiðslu og safnar
skýrslum um mál, sem bandalagið lætur sig varða. Til for-
stjórans má senda málaleitanir til bandalagsins. Skrifstofan
starfar í ellefu höfuðdeildum, og er deildarstjóri fyrir hverri.
Til skrifstofunnar heyrir og bókasafn mikið með lestrarsal
handa almenningi. Er það mikið safn þjóðréttarrita og rita
um bandalagið og af ritum, sem bandalagið hefir gefið út,
um 100 þús. bindi nú orðið. Skrifstofa bandalagsins kostar
nú orðið árlega um 12—14 miljónir króna, og má af því
marka, hvert bákn hún er orðin.
Skrifstofan hefir, auk tíðinda frá ráði og þingi, all-
mikla bókagerð og bókaútgáfu með höndum. Á hverjum
mánuði er samið og gefið út yfirlit yfir starfsemi banda-
lagsins á sex tungumálum, gerðar skýrslur um herbúnað,
skýrslur um störf ýmissa nefnda, er starfa í milliríkjaefn-
um, smárit, er fræðslu hafa að geyma um skipulag banda-
lagsins og störf o. s. frv.
Fasti millirikjadómurinn i Haag (The Permanent Court
of ínternational Justice) er stofnaður samkvæmt 14. gr.
sáttmála Þjóðabandalagsins. Hvert það ríki eða lenda, sem
í Þjóðabandalaginu er, tilnefnir 4 dómaraefni meðal helztu
lögfræðinga sinna, er þekkingu hafi á þjóðarétti og hæfir
sé til setu í æðsta dómstóli síns lands. Ennfremur var veitt
tii þess heimild 1929, að aðili, sem ekki er í Þjóðabanda-
laginu, megi tilnefna dómaraefni. Ráð bandalagsins og þing
velja svo úr hinum tilnefndu mönnum, og verða þeir svo
dómendur, er flest fá atkvæði samanlagðra atkvæða beggja-
Dómendur eru nú 15. Þeir eru kjörnir til 9 ára, en endur-
kjósa má þá. Hlutverk dómsins er tvennskonar:
1. Aö dœma ágreiningsniál milli ákveðinna málsaðilja.
Ef báðir eru félagar Þjóðabandalagsins, þá er dóminum
skylt að dæma það. En ef annarhvor eða báðir eru utan