Skírnir - 01.01.1931, Page 135
Skirnir]
Þjóðabandalagið.
129
bandalagsins, þá er óskylt að dæma það mál, en leyfa má
Táðið dóminum að leysa úr því.
2. Ennfremur getur ráð, þing Þjóðabandalagsins eða
'vinnumálaþingið lagt undir dóminn til álita vandamál, er
úr skal leysa. Málflutningur fyrir dóminum fer fram á
drönsku eða ensku, nema aðiljar komi sér saman um aðra
tungu og dómurinn samþykki.
Vinnumáladeildin (The International Labour Organisa-
dion). í 23. gr. Þjóðabandalagssáttmálans skuldbinda félag-
ar sig til að láta verkafólk í löndum sínum sæta mannúð-
Jegum kjörum og til að halda uppi alþjóðaskipulagi, er
'vinni að þessu. Samkvæmt því voru sett ákvæði í friðar-
samningana frá 1919 og 1920, og eru þau í 13. kafla
Versala-samninganna. Og er vinnumáladeild Þjóðabanda-
lagsins stofnuð samkvæmt þeim.
Allir félagar Þjóðabandalagsins verða þegar þátttak-
■endur vinnumáladeildarinnar. Verkefni hennar er einkum
fólgið í því, að koma á samhljóða reglum um vinnutíma í
bverju landi, um verkalaun, varnarráðstafanir við atvinnu-
leysi, um vernd kvenna, barna, unglinga og erlendra verka-
manna, um slysatryggingar og annarskonar tryggingar vinn-
-andi fólks, viðurkenning á rétti þess til félagsskapar um
hagsmunamál sín, um menntun vinnulýðs o. s. frv.
Vinnumáladeildin starfar þannig: Stjórn hvers banda-
lagsfélaga velur 2 menn frá sér og félagsskapur atvinnu-
veitenda og félagsskapur vinnuþiggjenda sinn manninn hvor,
svo að 4 verða frá hverju riki eða lendu, sem í Þjóða-
bandalaginu er. Koma þessir fulltrúar allir saman að
minnsta kosti einu sinni á ári. Er fundur þeirra nefndur
vinnumálaþingið (International Labour Conference), og svar-
ar það til bandalagsþingsins að sumu leyti. Þar verða lög-
mætar ályktanir gerðar með 2/s atkvæða. Gerir þing þetta
frumvörp að milliríkjasamningum um málefni þau, sem áð-
ur voru nefnd. Er stjórnum Þjóðabandalagsfélaganna skylt
að leggja frumvörp þessi fyrir löggjafarþing sín, ef atbeina
þeirra þarf til, innan árs frá því, er vinnumálaþingi því
iauk, sem afgreitt hafði frumvarpið. Fyrsta vinnumálaþing-
9