Skírnir - 01.01.1931, Síða 136
130
Þjóðabandalagið.
[Skírnír
ið var háð í Washington, og var þá vinnumálaskrifstofan
sett á stofn. Hún er og i Qenf, enda hafa vinnumálaþingin
jafnan verið háð þar síðan, að einu undanteknu.
Þeir félagar Þjóðabandalagsins, sem gengið hafa a&
frumvörpum vinnumálaþingsins, skulu árlega senda því
skýrslur um framkvæmd á ákvæðum þeirra, og skipar þing-
ið nefnd sérfræðinga til þess að athuga þær. Ef fram-
kvæmdum þykir áfátt, geta bæði forstjóri vinnumálaskrif-
stofunnar og félagsskapur vinnuveitenda og vinnuþiggjenda
í viðkomandi landi kvartað. Ef ekki næst samkomulag um
kæruatriðin milli stjórnar þess lands og kæranda, þá má
leggja ágreininginn til milliríkjadómsins i Haag, sem legg-
ur fullnaðarúrskurð á málið, þar á meðal um það, hvaða
ráðstafanir skuli gera gagnvart viðkomandi stjórn, ef hún
hlýðnast ekki úrskurðinum.
Vinnumálaskrifstofunni stjórnar nefnd 24 manna, senn
vinnumálaþingið kýs til þriggja ára í senn, og eru 12
þeirra fyrirsvarsmenn ríkisstjórnanna, 6 fyrirsvarsmenn vinnu-
veitanda og aðrir 6 vinnuþiggjanda. Af 12 fyrirsvarsmönn-
um ríkisstjórnanna skulu 8 jafnan vera frá helztu iðnaðar-
löndunum, og úrskurðar bandalagsráðið það, hver þau séf
ef ágreiningur verður um það. Stjórnarnefnd vinnumála-
skrifstofunnar svarar að nokkru leyti til bandalagsráðsins.
Stjórnarnefndin heldur þrjá reglulega fundi á ári. Hún
skipar forstjóra vinnumálaskrifstofunnar (International La-
bour Office) og setur honum erindisbréf. Forstjórinn skipar
aðra starfsmenn skrifstofunnar, ber ábyrgð á störfum henn-
ar og situr fundi stjórnarnefndarinnar. Hann svarar að
nokkru til forstjóra skrifstofu Þjóðabandalagsins. Vinnu-
málaskrifstofan safnar skýrslum um öll þau efni, sem vinnu-
máladeildina varða, undirbýr þau fyrir vinnumálaþingið og
gefur út skýrslur á ensku og frönsku um vinnuhagi og
önnur mál, sem til verkefna vinnumáladeildar teljast.
Kostnað af vinnumáladeild ber Þjóðabandalagið og eru,
sem fyrr segir, fjárveitingar til hennar teknar á fjárhags-
áætlun þess.