Skírnir - 01.01.1931, Síða 138
132
íslendingar og dýrin.
[Skirnir
og geita heiti, 8 hjartar heiti, 17 galtar heiti, 25 vargs og
vargynju heiti; þá eru 31 hauka heiti, 22 hrafna heiti, 15
hana heiti, 12 ara heiti. Auk þess eru orma og fiska heiti.
Þessi margvíslegu heiti á sömu dýrategund eru að
ýmsu leyti merkileg. Sum þeirra eru upphaflega eflaust
sérnefni eða eiginnöfn á sérstökum dýrum, og hafa siðan
fengið almenna merkingu, orðið samnefni. En hvort heldur
er um sérnefni eða samnefni að ræða, þá sýna heitin hvaða
eiginleikar skepnanna hafa vakið athygli og ráðið nafn-
gifturn. Raunar eru sum af þessum heitum enn óskýrð og
því erfið viðureignar, enda hafa málfræðingar gert minna
en skyldi að því að skýra uppruna þeirra og merkingar.
Ef vér lítum á hestanöfnin, þá eru sum þeirra svo
gömul, að þau eru talin nöfn á hestum goðanna. Flest
verða þau nöfnin, sem dregin eru af lit hestanna, eða ein-
hvers parts af líkama þeirra: apli (apalgrár), alsvartr,
blakkr, brúnn, móinn og mór (móleitur hestur), bráinn
(sem glampar á), glœr (sem gljáir á), glitnir (sem glitrar);
gísl (skylt geisli); gyllir (hinn gullni); þá eru silfrtoppr,
gulltoppr, gullinfaxi, skinfaxi, hrimfaxi (kenndir við litinn
á ennistoppnum eða faxinu); grani mun hafa fengið nafn
sitt af hvítri grön; hrafn og valr hafa hestar að líkindum
fremur verið kallaðir af litnum, heldur en af göngulagi
(sbr. valhoppa). Fákr heldur Hellquist að sé myndað með
k-viðskeyti af rótinni fá (í fáa: mála, lita) og merki mis-
litan hest. Þá er og glampi yfir hestanöfnunum vegbjartr
og vegdraupnir, hvort sem í veg er lögð merkingin heiður
eða leið.
Þá hefir ganglag og flýtir hesta ráðið nafngift: há-
stigi, léttfeti, málfeti (hæfilega langstígur); hófvarpnir (sem
kastar hófunum); fetmóðr (sá sem er fetþreyttur = gang-
þreyttur, eða sá sem fetar af móði); skær og skœvaðr (sá
sem skævar, fer hratt).
Lungr hafa sumir haldið að merkti skjótur; vindr er
líklega af flýtinum, fremur en að vindur sé skylt vindótt-
ur; sleipnir telja sumir skylt orðinu sleipr, og ætla, að það
merki gammvakran hest; Finnur Jónsson þýðir það: »hlaup-