Skírnir - 01.01.1931, Síða 139
Skírnir]
íslendingar og dýrin.
133
arinn«; skeiðbrímir (eldur að skeiða, eldfljótur) eða skeið-
brimir (sá sem vekur skeiðdunur); tjaldari, skylt tjaldur,
mun og þýða vekringur; vakr (vakandi, kvikur, fjörugur).
Þá eru nöfn, sem dregin eru af skaplyndi hestsins og
tilburðum: alsviðr (alvitur, fullvitur); alvar (afargætinn),
árvakr, glaðr, móðnir (skapstór), fjörsvartnir (fjörugi svart-
ur), jörmurii (hinn mikilfenglegi), bautuðr (slægur hestur,
af að bauta = slá, eða hinn hreykni, sbr. nýnorsku: bauta
= prale), drasill (draslari), vingskornir (liklega sá er skorar
jörðina = jarðvöðull); askr (ef til vill as-k-r, sá sem asi
er á).
Af vaxtarlagi eru að líkindum: sinir (hinn sinastælti),
hamskarpr (með skarpa höm = magur, fremur en bráð-
skarpur), stúfr (lítill hestur), róni (göltur); veðr (hrútur);
falhófnir (líklega loðinn ofan á hófa, af fela, fremur en
með fölvan hóf); blóðhófr (hefir líklega blóðjárnazt, frem-
ur en hér sé striðshests heiti, af að vaða blóðugan val);
marr merkir hest, og af þvi að marr merkir líka haf og
haf heitir viðir, mun hestur nefndur viðir, nema liturinn
hafi ráðið nafninu; vigg og viggr (skylt vega, áburðar-
hestur), goti (gotneskur hestur), fjötri (heftur hestur?);
bölþvari (ef til vill sá sem snýst meinlega, þ. e. ramstað-
ur hestur); vígglitnir (ljómandi vighestur), fengr (dýrmætur
hestur).
Ef vér lítum yfir þessi heiti, sem ég nú hefi reynt að
skýra, þá virðist mér ljóslega koma fram í mörgum þeirra
aðdáun forfeðra vorra á hestunum. Það er ljómi yfir þeim,
og jafnframt sjáum vér, að hestar eru kenndir við vits-
muni, gætni, árvekni, fjör, glaðlyndi, metnað. Vér sjáum
þeim bregða fyrir hástígum, létium í spori eða með mæld-
um skrefum; vér sjáum aftan undir Hófvarpni, þegar hann
tekur sprettinn með Gná, og vér þjótum i huga eins og
stormur um jörðina, eða vér erum komnir á hestaþing, þar
sem allra augu stara á Vígglitni. Hér má geta þess um
leið, að i 516 skipskenningum er skipinu líkt við hest,
unnar-hestr, ranga-fákr o. s. frv.
Því miður er hér ekki rúm til að víkja mikið að heit-