Skírnir - 01.01.1931, Qupperneq 140
134
íslendingar og dýrin.
[Skirnir
um hinna dýranna í þulunum. En merkilegt er það, að sum
af dýraheitunum eru jafnframt goðaheiti. Hestaheitin fengr
og vakr eru jafnframt Óðinsheiti; öxnaheitin freyr, vingnir
og olgr eru jafnframt goðaheiti (vingnir: Þór, Óðinn, olgr:
Óðinn); hrútsheitið hallinskíði er líka heiti á Heimdalli;
hafursheitin grimnir og geirölnir eru líka Óðinsheiti, bjarn-
arheitið jölfuðr sömuleiðis; galtarheitið þrór, hauksheitin
ginnarr, geirloðnir og olgr eru líka Óðinsheiti.
Þetta sýnir að minnsta kosti, að það hefir ekki þótt
nein goðgá, að dýr og goð ættu nöfn saman, hvort sem
nú dýr hefir verið látið heita í höfuðið á því goði, sem
það var helgað, eða af því að það virtist hafa einhvern
sama eiginleikann og goð, eða goðið hefir upphaflega ver-
ið dýrkað í dýrsliki. — Eitt dýr er það, sem mikið sam-
blendi hefir haft við mennina og þó á sér fá heiti, enga
nafnaþulu og ekkert goðaheiti, en það er hundurinn.
En nafnaþulurnar sýna jafnframt annað. Þær sýna áhuga
forfeðra vorra á gildi orðanna, heitanna, út af fyrir sig. Þeir
hafa bundið þau á hinn sterka þráð rimsins til þess að
geyma þau því betur í minni, og í rauninni feia þessi heiti
i sér dýrmætar myndir af þeim dýrum, sem þau tákna, og
fóru því vel í skáldskap. Þessi áhugi á dýranöfnunum og
gleði af þeim kemur fram í kúaþulunum, sem Ólafur Da-
viðsson hefir tekið í »íslenzkar gátur, þulur og skemmt-
anir«. Og svo sem kunnugt ,er, hefir sá siður haldizt hér á
landi framan úr fornöld, að gefa þeim skepnum, sem menn
höfðu mest saman við að sælda, hverri sitt nafn, hestum,
nautgripum, sauðum, hundum, köttum. Því miður hefir enn
harla lítið verið gert að þvi að safna slíkum dýranöfnuin
og vinna úr þeim þann fróðleik, sem þau fela í sér, fyrir
sögu íslenzkrar tungu og menningar. Hið eina, sem telj-
andi er af því tæi, eru ærnöfnin hans Stefáns í Möðrudal.
Prófessor Finnur Jónsson fékk hjá honum 400 ærnöfn og
skrifaði um þau ritgerð í norrænt málfræðistímarit '). og
vakti hún talsverða athygli. Af þessum 400 nöfnum voru
1) Dyrenavne: Arkiv för nordisk filologi XXVIII. N. f. XXIV.