Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 141
Skírnir]
íslendingar og dýrin.
135
32 °/0 dregin af lit skepnunnar, 19,5 °/0 af ætt og uppruna,
15 °/0 af hornalagi, 13 °/0 af andlegum eiginleikum, 11 °/0
af sköpulagi, 5,5 °/0 af fríðleik eða ófríðleik og 4 °/0 af
ullar- eða háralagi. Af 65 kúanöfnum í kúaþulunum, sem
•ég gat um að framan, eru 52 °/0 dregin af lit, 20 °/0 af
hornalagi, en hin af ýmsum öðrum tilefnum. Af 54 hesta-
nöfnum, sem ég hefi týnt saman úr Dýravininum, eru 58 °/0
dregin af iitnum. Um mörg dýranöfn er mjög erfitt að sjá
eða geta sér til, hvað ráðið hefir nafngiftinni.
í fornbókmenntum vorum koma fyrir allmörg viður-
nefni, sem dregin eru af dýrsheitum. Samkvæmt safni Finns
Jónssonar: Tilnavne, eru 17 tengd við nautfé, 15 við hesta,
11 við geitfé, 10 við svín, 10 við hunda, 6 við birni, 5 við
refi, 4 við ketti, 3 við úlf, 1 úrarhorn, bjórr, fíll og úlf-
aldi; 44 eru kenndir við fugla, 41 við lagardýr, 11 við
skordýr og 5 við skriðdýr.
Þá skal vikið nokkuð að þvi, sem segir í íslenzkum
málsháttum, talsháttum og einstökum orðum um þau dýr-
in, sem íslendingar hafa haft mest saman við að sælda, og
byrja á hestunum.
Það er alkunnugt af bókmenntum vorum, hve mikils
fornmönnum þótti vert um hestana, eigi aðeins vegna þess,
að þeir voru nauðsynlegir til ferða og flutninga, heldur og
af því, að þeir þóttu glæsileg eign og mikil keppni var
meðal höfðingja um að eiga sem bezta hesta. Ákvæði Grá-
gásar um hrossreiðir sýna, hve hestasárir fornmenn voru:
»Ef maðr hleypr á bak hrossi manns ólofat, þat varðar VI
aura afgang. Nú ríðr hann svá fram úr stað, ok varðar
þat þriggja marka sekt. Þrjár hrossreiðir eru þær, er skóg-
gang varða. Ein ef maðr ríðr svá, at III bæir eru á aðra
hönd ok riði hann um þá. Önnur er ef maðr ríður um
fjöll þau, er vatnsföll deilir af á millum héraða. Þriðja er
■ef maðr ríðr fjórðunga á meðal.« (Sjá útgáfu Finsens af
Grágás I. b. 61.)
Samkvæmt lögunum var og eigi skylt að marka hross,
■en allan annan búpening skyldi marka. Svo sárt hefir mönn-
um verið um eyrun á hestum sínum.