Skírnir - 01.01.1931, Qupperneq 142
136 íslendingar og dýrin. ISkírnir
Hestaþing og hestaöt voru alltíð og þóttu hin bezta
skemmtun. Úrvalshestar þóttu beztu vingjafir og guðagjaf-
ir, því að fornmenn gáfu guði sínum stundum hest og
fórnuðu hestuin á hátíðum. Hestar voru og lagðir i haug-
með mönnum, svo sem mörg dæmi eru til hér á landi úr
heiðni, og sýnir þetta, að jafnt guðir sem menn hafa kom-
ið á hestbak hinum megin, að áliti forfeðra vorra. Hestar
voru taldir vitrir og forspáir, ekki sízt um veður. Og enn
mun sú þjóðtrú lifa á íslandi, að þegar hestar hama sig i
góðu veðri, þá viti það á illviðri úr þeirri átt, sem þeir
snúa lendinni í. Það er og í frásögur fært, að hestar geti
gengið aftur með eigendum sínum, t. d. ef báðir hafa far-
ist af siysi. Sést þá eigandinn stundum þeysandi á klárn-
um, sem hann drukknaði af. Margir hafa trúað því, að
hestar væru skyggnir og sæju stundum það, sem mönnum
er dulið. Að öðru leyti þarf ekki hér að orðlengja um álit
íslendinga á hestunum nú á dögum, því að það er a\-
kunnugt.
Um hesta eru um 20 málshættir á íslenzku, og munu
sumir vera þýðingar. Þessir virðast mér beztir: »Oft verð-
ur galinn foli góður hestur« (góður hestur úr göldum
fola), — »Illt er að kenna gömlum hesti gang.« — »Illt
er að hefta heimfúsan klár.« — »Þangað er klárinn fúsast-
ur, sem hann er kvaldastur.« — »Djúpt er á kaplinum,
þegar folaldið syndir.« Allir hafa þessir málshættir sér til
ágætis, að þeir eiga við um hestana, en mætti líka hafa
þá i óeiginlegri merkingu, heimfæra þá til manna. »Illt er
að ‘nafa hesta hug en músar mátt,« ber vott um gott álit
á hugrekki og kappi hestanna. »Hálft er lífið á hestsbaki«
hygg ég merki, að helming alls lífsunaðar fái menn þær
stundirnar, sem þeir eru á hestsbaki. »Ekki er gaman að
glettast við hrosshausinn« hefir líklega fyrst gloppast út
úr einhverjum, sem geðillur gamalklár hefir bitið, en síðan
hefir hrosshaus orðið einkunn illa lynds eða hranalegs
manns, eins og illhryssingur, hryssingslegur o. s. frv. Þar
sem hestar eru stærstu landdýrin hjá oss, er eðlilegt að
til þeirra sé jafnað um það, sem stórfellt er og stórkarla-