Skírnir - 01.01.1931, Qupperneq 143
Skirnir]
íslendingar og dýrin.
137
legt: »Hvað skal hrosshófur á hörpustrengjum,« segir mál-
tækið, og talað er um hrossaletur, hrossahlátur, hrossa-
lækning og fleira, sem hrossalegt er. Eðlilegt er og, að
jafnað sé til hesta um heilsu og þol, svo sem þegar sagt
er, að maður sé mesti hestur að heilsu, eða hestur að lesa.
lestrarhestur. Hestaþingin lifa enn í talshættinum »að leiða
saman hesta sína«. »Að leiða hest sinn frá einhverju«
bregður upp mynd af manni, sem snýr aftur við ófæru.
»Að ríða ekki feitum hesti frá einhverjum,« sýnir vanefnin
og vesaldarbraginn. Ekkert sýnir hins vegar betur, að menn
þykjast eiga eitthvað undir sér, en þegar þeir »setja sig á
háan hest«.
Merkileg er saga orðanna >>skeið« og »vakur« í ís-
lenzku. »Skeið« merkti og merkir enn meðal annars kapp-
hlaup og kappreið, en af því að íslendingum hefir þótt
mest varið í að reyna vekurð hesfa, hefir vekurðarmerk-
ingin komizt í orðið »skeið«. Merking orðsins »vakur« er
hins vegar upphaflega: vakandi, árvakur, röskur; þær
merkingar mega nú heita gleymdar í íslenzku og »vakur«
er nálega eingöngu haft um ganglagið; hefir sú merking
þróazt af því, að jafnaðarlega voru ekki aðrir hestar en
fjörhestar riðnir til vekurðar. í hinum Norðurlandamálunum
hefir hvorki »skeið« né »vakur« fengið þessa ganglags-
nierkingu. Enn má minna á eitt, þótt litið sé. Vér segjum
stundum um ungan mann, að hann sé mannsefni, þ. e.
efni í merkan mann, góðan mann; — vér miðum þar við
niannshugsjónina. Og vér segjum stundum um fola, að
hann sé hestsefni. En vér mundum naumast segja um
kálf, að hann væri nautsefni, höðnu, að hún væri geitar-
efni, eða jafnvel hvolp, að hann væri hundsefni. Og þegar
Jónas lætur gimbil kveða: »Góðir verða gróðar gefnir
sauðarefni,« þá er aðgætandi, að hann í samúð sinni hefir
lyft gimbli á hærra stig, en almenningur mundi gera. Þetta
virðist mér með öðru bending um, að íslendingar hafa
skipað hestinum hæstan sess í virðing sinni allra dýra.
íslendingar hafa að visu alla tíð kunnað að meta
nautgripi, sem sést á því, að kýrin hefir verið aðalverð-