Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 144
138 íslendingar og dýrin. [Skírnir
mælir í landaurareikningi vorum, þar sem allt er miðað við
kúgildið. En fornmenn lögðu ekki aðeins stund á að eiga
kýr til mjólkur, heldur höfðu og fjölda geldneyta. Þeir
höfðu uxa til að beita fyrir plóg, sleða og vögur, og gaml'
ir, vænir uxar þóttu góðir gripir og voru stundum hafðir
til vingjafa, eða færðir guðunum að fórn. Uxi í draumi
þótti vera höfðingjafylgja, og sýnir það, að menn lögðu
.stundum allmikla virðingu á þessar skepnur. En í andleg'
um efnum hefir kúgildið aldrei verið hátt. Að vísu eru
kýr gæddar forvitninni, sem Plató taldi móður þekkingar-
innar. Og um forvitnina í kúnum eru þessi orðtæki: að
»horfa eins og kýr á kvikindi« og »stara eins og naut á
nývirki«. En annars er jafnað til nautanna um heimsku:
nautshaus, nautheimskur, nauzka. Ögn vægara stig heimsk'
unnar er að vera kálfur, og »kálfshjarta« merkir hugleysi.
Þá hefir lengi verið jafnað til nauta um stirðleik: »naut-
stirður«. »Ek kunna ok á ísleggjum, svá at engan vissa ek
þann, er þat keppti við mik, en þú kunnir þat eigi heldr en
naut,« sagði Eysteinn konungur forðum. »Nú er nokkuð
um, nautið dansar,« segir máltækið. Eins er talað um að
»bolast«. Það gera stundum »nautsterkir« menn. Einkenni-
legt er það, að »tuddi«, sem að líkindum er gælunafn af
þjór, hefir orðið sama og lubbi, óþokki í siðferðismerkingu.
Til eru á íslenzku yfir 50 málshættir um nautgripi, en fáir
góðir: »Sjaldan launa kálfar ofeldi.« »Ekki eru það allt
góðar kýr, sem hátt baula.« »Lengi jórtrar tannlaus kýr á
litlu fóðri.« »Því slettir hún kussa halanum, að hún vill
aðrar jafnsaurgar sér.« »Þegar ein kýrin, o. s. frv.« Loks
má minna á, að blótneyti og nautsöskur eru illræmd, enda
segir máltækið: »SjaIdan er grátinn gamall boli.« Það er
sagt, að naut verði mannýg, ef klettar eru í nánd til að
taka undir bölvið í þeim, og þvi hefir verið trúað, að fjand-
inn eða illur andi færi í mannýg naut. Að magna má naut
til sendinga, sannar Þorgeirsboli. — Loks má minna á það,
að kýrnar tala á nýjársnótt, eða á þrettándanótt (í Þýzka-
landi kváðu þær tala á jólanótt), en eftir því sýnishorni,