Skírnir - 01.01.1931, Side 145
SkirnirJ
íslendingar og dýrin.
139
sem bókfest hefir verið af tali þeirra, má telja það nóg, að
þær tali einu sinni á ári.
Um sauðfé eru á íslenzku tæpir 20 málshættir og held-
ur daufir. Þessir eru beztir: »Oft er misjafn sauður í mörgu
fé.« »Þangað man sauður lengst, er lamb gengur.« »Öðr-
um leysa rollur reifi.« Þó að forustufé sé talið með skyn-
ugustu skepnum, þá eru sauðirnir taldir ímynd einfeldn-
innar og meinleysisins. »Einfaldur eins og sauður,« »mesti
sauður«, »sauðheimskur«, »óttalegur kindarhaus«, »kindar-
legur«, »sauðarhaus«, »sauðarsvipur«, »sauðarlegur«, er allt
•á sömu bókina lært. Sama kemur fram í orðatiltækinu
»sauðsvartur almúgi«. Þá er og »sauðþráinn« frægur ekki
•siður en »sauðmeinleysið«. í orðum eins og »blessaður
sauðurinn« og »karlsauðurinn« er góðlátleg lítilsvirðing.
»Lambið mitt« eða »lambið gott« er aftur á móti fullkom-
ið bróðerni. Altítt er orðatiltækið: »Það er ekki við lamb-
ið að leika sér«, þegar um harðvítugan mótstöðumann er
að ræða. Orðin »sauðljóst« og »sauðskyggni« eru íslenzk
niæling á birtunni. »Rolluhósti« mun ekki finnast í útlend-
um lækningabókum, en hvort menn »skera hrúta« eða eru
»eins og undnir upp í hrútshorn« annarstaðar, skal ég
láta ósagt.
Einkennilegt er það, að þótt hundar séu einhverjar
mestu vitskepnur, námfúsir, dyggir og tryggir og hafi alla
tíð verið ómissandi á landi hér, þá hafa þeir jafnan í aðra
röndina verið lítilsvirtir, og þar með sannast máltækið, að
»ekki er hár hundsrétturinn«. »Svá er mælt í lögum, at engir
hundar eigu rétt á sér,« segir Grágás (II., 371). Af 60—70 máls-
háttum um hunda skal ég nefna þessa: »Gagar er skaptur, því
að geyja skal.« »Hátt geltir ragur rakki.« »Fyrir húsbóndans
dyrum er greyið grimmast.« »Heima er hundurinn frakk-
astur.« »Sorphaugar eru seppum kærir.« »Á reimum (þvengj-
um) læra hundar húðir að éta.« »Sjaldan reiðist hundur
beinshöggi.« »Veit hundur hvað étið hefir.« »Illt er að
henna gömlum hundi að húka.« »Það er lítið, sem hunds-
tungan finnur ekki.« »Grimmur hundur fær oft rifið skinn.«
■Orðtækið: »þar fór illa góður biti í hundskjaft«, sýnir öm-