Skírnir - 01.01.1931, Qupperneq 146
140
íslendingar og dýrin.
ISkírnir'
urlega, að sjálfsagt þykir að tína það, sem lakast er, í
hundana og sjá eftir því, sem gott er, í þá, og að »fara í
hundana« þykir allra verst. Þegar orðið »hundur« er haft
um menn, er það versta skammaryrði. »Mannhundur« er
jafnvel verra en »mannfjandi«, og fyrrum var því trúað,
að fjandinn birtist stundum í hundslíki. Líkt er um »grey«
og »greymennsku« að fornu, en í nýrra máli virðist »grey<«
og »garmur« hafa fengið miklu mildari merkingu. »Greyið
mitt« er oft sagt í vinsemd við börn og unglinga, og
»garmurinn« með góðlátlegri lítilsvirðingu. — Þess má
geta, að hundar hafa verið taldir skyggnir, og sjá þeir þá
fylgjur manna og aðrar vofur. Þegar einhvern óhug setur
að þeim af einhverju óhreinu flökti í kringum þá, setjast
þeir niður og spangóla. Hundar geta gengið aftur og fylgt
mönnum. — Orðin »hundalíf«, »hundaæfi«, »hundaveður«,
»hundrennandi«, »hundskamma« og »hundaskamtur«! eru
ljótur vitnisburður um meðferð íslendinga á hundunurm
Þeir hafa jafnvel launað þeim allan dugnað þeirra með
því að kalla ónýt spil »hunda«. Það er engu líkara en að'
alltaf hafi »verið einhver hundur í þeim« við hundana^
þeir hafa ekki glaðst af »hundakætinni« og væri engin
furða, þó að einhver yrði »hundslegur«, þegar hann les
þennan vitnisburð, en »það má láta hund heita i höfuðið
á mér«, ef margir taka hann til sin, og þó hefir verið svo-
mikil »hundgá« á hverjum bæ í landi hér, að sá þykist
öruggur, sem »kominn er úr öllum hundahljóðum«. íslend-
ingar hafa ekki einu sinni unnað hundunum þess, að telja
aldur þeirra eins og sinn, heldur reikna hann »að hunda'
tölu«.
Ég verð að fara »á hundavaði« yfir þetta allt og skal
nú að lokum með örfáum orðum minnast á köitinn. Af
honum geymir málið ýmsar lifandi myndir: »Ganga um
sem grár köttur.« »Fara utan um eitthvað eins og köttur í
kring um heitt soð.« »Hann er köttur liðugur« er sagt um
fiman mann. Kattarnösin er stundum höfð fyrir mæliker:
»Þaö er eins og (varla, ekki) upp í nös á ketti.« En orð-
tækið »að koma einhverju fyrir kattarnef« sannar bæði, að