Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 147
Skirnir]
íslendingar og dýrin.
141
»kalt er kattar gamanið« og að »það kemur ekki til af
góðu, að kötturinn hefir klærnar«. Að kötturinn er sterkur
■eftir stærð, sézt á því, »að seigt er að róa köttinn af gær-
unni«, þó að það sé að visu grimmlegur leikur. »Fyrir
kænskuna fær hún kisa marga bráð,« en að látið er í veðri
vaka, að kötturinn beri ekki mikið skyn á sjöstirnið, mun
koma af því, að hann hefir ekki sama háttatíma og fólkið.
Veðurvitar hafa kettir þótt góðir: »Köttur spáir hláku (góðu
veðri), ef hann þvær sér aftur fyrir hægra eyrað á vetrar-
dag. — Ef köttur teygir sig, svo klærnar standi mjög fram
af framlöppunum, veit það á hvassviðri (er það kallað, að
kötturinn hvessi klærnar eða að hann taki í klærnar, ef
hann teygir sig). — Ef gamlir kettir leika sér á vetrum,
veit það á illviðri. — Spá skal áttum á vetrardag eftir
því, í hverja átt kötturinn klórar tré« (J. Á. ísl. þjóðs. II.,
bls. 559).
Nú verð ég að hafa »kisuþvott« á þessu og tala ekki
meira um það.
Ef vér minnumst þess, hve gátur Gestumblinda um
Jordýfilinn, æður, rjúpur, önd, kú, grísasú eru smellnar og
tera vott um lifandi tilfinningu fyrir náttúrunni, þá mundi
þykja líklegt, að til væru margar góðar íslenzkar gátur um
úýr. En svo er ekki. í gátusafni Jóns Árnasonar eru um
20 slíkar gátur og raunar engin, sem lifir á vörum manna,
nema gátan um selinn: »Hér drattar handstuttur.«
Eins og kunnugt er, kemur það oft fyrir í æfintýrum
vorum, að kóngssonum og kóngsdætrum er breytt með
gjörningum í eitthvert dýr, hund eða tik, naut, hross, mús,
kött, könguló o. s frv., en ekki virðist mér verði sagt, að
nefintýrin geri i þessu efni mikinn dýramun.
Ég skal þá að síðustu víkja lítið eitt að því, sem segir
nm dýrin í islenzkum skáldskap, i ljóðum og sögum. Þar
kveður auðvitað mest að hestavísunum. Þær eru óteljandi,
«f allt ætti að hirða, því að flestir hagyrðingar á síðustu
öldum munu hafa hnoðað saman hestavísu, og allflest af
höfuðskáldunum hafa látið sér sæma að yrkja um hesta,
enda er það að riða góðum hesti í hverri heimslystarvísu