Skírnir - 01.01.1931, Side 148
142
íslendingar og dýrin.
[Skírnir
talið eitt af þvi þrennu, sem indælast sé. Hve gamlar hesla'
visur eru hér á landi, er ekki unnt að vita, ef til vill hafa
þær verið kveðnar hér síðan land byggðist, en ekki hafa
neinar varðveitzt síðan í fornöld. Dr. Páll Eggert Ólason
segir, að ekki muni ein einasta hestavísa vera til, er ort
sé á siðskiftaöldinni. En með Stefáni Ólafssyni hafa hesta-
vísur náð fullum krafti. í Bókmenntafélags-útgáfunni af
kvæðum hans eru honum eignaðar visur og kvæði unr
40—50 nafngreinda hesta. Er auðfundið, að hann hefir vei'
ið hestamaður með lífi og sál. Honum er yndi að Iýsa
hestunum, hvort heldur er við stallinn eða á stökki og
nær oft í bragarháttinn geystum sprettinum, t. d. í vís'
unni um Rosta:
Rosti er vænn reiðhestur,
reistur er hann sem þeisti,
hastur í glöðum gusti
geysti skeið af magnhreysti;
hvesst járn gusu gneistum,
gnast i hófakasti,
ristir oft faldinn frosta
fastan saman í rastir.
Hestavísur, hvort heldur eru stökur eða heil kvæðb
eru langoftast um sérstakan hest, lofgerð um hann lífs eða
liðinn, og mega því margar teljast til erfiljóða. Þar er lýst
öllum kostum hestsins: vexti hans, limalagi, lit, þrótt, fjöri,
flýti, gangi, sundi, þoli, hve fótviss hann var, vegvis, taum-
léttur, bar sig vel o. s. frv. Þegar Páll Ólafsson hefir talið
upp alla kosti Glæsis, bætir hann við:
En ef skynlaus skepnan á
skilið lofstír þenna,
gálaus til þess margur má
maður huga renna,
haust og sumar, vetur, vor
vixlaður sem hleypur
og aldrei stígur ærlegt spor
allt i dauðans greipur.