Skírnir - 01.01.1931, Page 151
Skírnir |
íslendingar og dýrin.
145
Kindur hlíðar allar upp um
una á börðum töðugrænum,
brokka við og vagga huppum,
viðra móti dalablænum.
Persónulegasta sauðarlýsing, sem til er á íslenzku, er
■eflaust þessi, sem lýsir manni einum með því að lýsa for-
ustusauð:
Eins og forinn feitur
fénu mögru hjá
stendur strembileitur
stórri þúfu á,
þegir og þykist frjáls,
þetta kennir prjáls,
reigir hann sig og reisir upp
rófuna til hálfs,
sprettir úr sporum með státi
og sparðar af gravitate.
Þorgils gjallandi, Guðm. Friðjónsson og Einar Þorkels-
son hafa skrifað sögur um forustukindur, sem að vísu virð-
ast af sama bergi brotnar og margar sögur í »Dýravinin-
um« og ekki auðvelt að greina, hvað er saga og hvað
skáldsaga. Og raunar er »Dýravinurinn« einhver bezta
heimildin um athugun manna hér á landi á öllu fari skepn-
anna, skilning á því og samúð með þeim. Sérstæð eru þar
hin indælu dýraæfintýri, sem Þorsteinn Erlingsson skrifaði
i austrænum stíl og nú eru komin út sérprentuð.
Þorgils gjallandi hefir skrifað sögu urn góðan hund,
sem kemst á flæking, verður vargur í véum og loks drep-
inn af þrælmennsku; Einar Þorkelsson um annan, sem
kemst af flækingi í góðra manna hendur og virðist hafa
mannsvit. Af kvæðum um hunda er fátt að telja. »Rakki«
eftir Grím Thomsen er alkunnugt. »Gulur« eftir Jakob
Thorarensen er ádeila gegn skynlausu afturhaldi, er banar
sjálfu sér í viðureign við hið nýja. »Vaskur« eftir Davíð
Stefánsson er raunar ádeilukvæði líka, ádeila á hundseðlið,
^em feilar sér ekki að neinu og er sjálfu sér nóg:
10