Skírnir - 01.01.1931, Qupperneq 153
Skirnir]
íslendingar og dýrin.
147
eftir Jónas, »Fuglaveiðin« eftir Grím Thomsen, »Seinasta
nóttin«, »Vetur«, »Tamdir svanir«, »Skammdegisvísur« eftir
Þorstein Erlingsson, »Hrafnamóðirin« eftir Davíð Stefáns-
son. — Þá eru og mörg kvæðin, sem láta í ljós fögnuð
yfir komu fuglanna á vorin og þakklæti til þeirra, eða
söknuð, þegar þeir fara aftur, svo sem »Hið fyrsta lóu-
kvak«, »Svanasöngur á heiði«, »Svanirnir«, »Hvar eru fugl-
ar þeir á sumri sungu« eftir Steingrím, »Lóur«, »17. maí«,
»Sólskríkjan«, »Litla skáld á grænni grein«, »Steindepils-
Ijóð« eftir Þorstein Erlingsson, »Lóan«, »Spóinn«, »SóI-
skríkjan« eftir Pál Ólafsson, »HeIsingjar«, »Lóur« eftir
Guðm. Friðjónsson, »Lóukvæði« Ólínu Andrésdóttur o. fl.
Loks eru þau kvæðin, þar sem fuglarnir jafnframt verða
ímyndir mannanna að einhverju leyti, svo sem »Sendling-
ur« eftir Guðm. Friðjónsson, »Árgalinn« eftir Þorstein,
»Kráka og svanur« eftir Steingrím«, »Valurinn«, »Krunk-
krunk« eftir Jakob Thorarensen. Flestir munu finna, að út-
sýn er einhver til manna úr þvi kvæði. Það endar svo:
Krunkandi vappa krummar hér, —
krækja í bita feita;
enginn fylgi sitt öðrum lér,
ef í mat er að leita. —
Atkvæði greiðir sjálfum sér
sérhver, er kænn vill heita.
Krummi hefir annars Iengi haft alþýðuhylli í ljóðum,
svo sem margar krummaþulur sýna.
Ég get ekki endað þetta stutta yfirlit án þess að benda
á, að sumar ógleymanlegustu myndirnar af mannlífinu, sem
til eru á íslenzkri tungu, eru dregnar af lifi dýranna. Hvergi
er sannari mynd af lífinu, þar sem aflið og græðgin er æðst-
ur réttur, en niðurlagið af kvæði Bjama um Sæmund Hólm:
Sé ég siltorfu,
sé ég þorska
taka sil úr torfu,
ásaekja sili
aðrir stærri
fiskar og fylgja torfu.
10*
Allt fer sömu leið,
og ásækja smærri
fiska stærri fiskar,
sílum samferða
að sama náttstað,
náhvals i gapanda gini.
Torfu sé ég aðra,
torfu sé ég þriðju
leggja leið þá sömu;
golþorskar ginstærstir
gleymdir eru i torfu
þriðju þar á eftir.