Skírnir - 01.01.1931, Page 155
Um Gauk Trandilsson.
Eftir Guðna Jónsson.
í íslendinga sögunum er víða drepið svo lauslega á
menn og atburði, að frásagan verður líkust því, sem skyndi-
mynd sé brugðið upp fyrir oss eða tjald dregið frá sviði,
þá er leikurinn stendur sem hæst, en látið falla jafn-harðan
aftur, áður en áhorfendur geta áttað sig að fullu á því, sem
fram er að fara. Heil, viðburðarík ævisaga er sögð í fáein-
um meitluðum setningum og stórfelldum viðburðum, sem
nægja myndi í efni heillar sögu, er lýst í örfáum orðum.
Gagnvart einstökum, ónotuðum söguefnum stöndum vér
auðvitað mjög misjafnlega vel að vígi, eftir því hvort þau
eru algerlega einangruð eða aðrar sögur eru til skýringar
og samanburðar.
Til þess að gera það ljóst, hvað hér er átt við, er
nauðsynlegt að taka dæmi og mun eg láta tvö nægja.
I fyrra dæminu höfurn vér heila sögu til skýringar og
samanburðar, en hið síðara er algerlega einangrað, eða með
öðrurn orðum leif af týndri sögu.
Þá er Snorri goði fór að Birni Ásbrandssyni Breiðvík-
ingakappa og ætlaði að taka hann af lífi, segir Eyrbyggja
saga, að honum hafi farizt svo orð við menn sína, að eigi
skyldi þeir sækja Björn í hús inn, því að hús væri þar
sterk, en Björn hraustur og harðfengur, en þeir hefði afla
lítinn. »En þeim mönnum hefir lítt sótzt að sækja afar-
menni slíkt i hús inn, er með meira afla hafa til farit, sem
dæmi finnask at þeim Geir goða ok Gizuri hvíta, þá er
þeir sóttu Gunnar at Hlíðarenda inn í hús með LXXX