Skírnir - 01.01.1931, Qupperneq 156
150
Um Gauk Trandilsson.
[Skirnir
manna, en hann var einn fyrir, ok urðu sumir sárir, en
sumir drepnir, ok léttu frá atsókninni, áðr Geirr goði fann
þat af skyni sjálfs sins, at hánum fækkuðusk skotvápnin«.0
Þeir myndu nú áreiðanlega ekki margir vera, sem
kannaðist við nafn Gunnars á Hlíðarenda, ef vér hefðum
ekki aðrar frásagnir um ævi hans og afrek en þessi fáu
orð í Eyrbyggja sögu, þó að við það bættist sá fróðleikur
sem Lándnámabók veitir oss um hann. Þá væri í rauninni
afar-líkt á komið með Gunnari og þeim manni, sem þessi
ritgerð fjallar um. En munurinn er sá, að saga annars hefir
geymzt, en saga hins hefir gleymzt..
Þá er þeir félagar Kári og Þorgeir skorargeir eru að
ráðgast um eftirreiðina eftir Sigfússonum til hefnda fyrir
Njálsbrennu, farast Kára svo orð: »Þú munt ætla þér átta
rnenn, ok er þat þó minna en þat, er þú vátt þá sjau í
skorinni ok fórt á festi ofan til þeira«.1 2)
Þorgeir skorargeir er eins og kunnugt er ein af sögu-
hetjunum í síðari hluta Njáls sögu og hefði því mátt búast
við því, að höfundurinn léti ekki slíkt tækifæri ganga sér
úr greipum til þess að halda á lofti afreksverkum Þorgeirs,
sem þarna er gefið í skyn í orðum Kára. En sannleikurinn
er sá, að hann minnist hvergi nánara á þetta afrek Þorgeirs,
svo að orð Kára koma alveg óvænt og óundirbúin, og
um aðrar gamlar heímildir um þetta efni er ekki að ræða.3)
Ekki er að efa, að all-mikil saga hefir farið af þessum at-
burðum og í sambandi við þá hefir Þorgeir vafalaust fengið
viðurnefni sitt, skorargeir. Hér höfum vér fyrir oss áþreif-
anlegt dæmi þess, að söguefni hafi glatazt eða verið látið
ónotað.
Enginn þarf að furða sig á því, þótt mörg söguefni
týndist, enda lágu til þess eðlilegar orsakir. Þær sögur,
sem eigi voru skráðar sem sjálfstæðar sögur, hlutu að
1) Eyrb. s. kap. 47; sbr. Njáls s. kap. 75 og 77 og Ldn. útg.
1843 bls. 291, útg. 1925 bls. 15 neðanm. —
2) Njáls s. kap. 146.
3) Til eru yngri sagnir um þessa atburði í svo nefndri Sögu af
Holta-Þóri, Rvik 1876, bls. 22—23, sbr. Árb. Fornleifafél. 1913, bls. 32—34.