Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 157
Skírnirj
Um Gauk Trandilsson.
151
glatast að meira eða minna leyti og það hefir vissulega
verið undir tilviljun komið, hvað söguritarar gátu tekið
með af því efni sem fjarskyldara var og snerti aðeins
lauslega þá menn og viðburði, sem þeir voru að rita um.
Eins vel og það var til fundið hjá höfundi Eyrbyggja sögu
-að láta Snorra goða vitna i aðförina að Gunnari á Hlíð-
arenda, þá er hann var sjálfur að gera aðför að öðrum
líkum afreksmanni, jafn fjarstætt hefði það verið að fara
að segja alla sögu Gunnars á Hlíðarenda við það tækifæri.
Líku máli gegnir um það, ef höfundur Njáls sögu hefði
farið að segja nákvæmlega frá aíreki Þorgeirs, er hann vá
þá sjö i skorinni, til þess eins að skýra ummæli Kára. Þau
þurfa í sjálfu sér engrar skýringar við í því sambandi,
sem þau standa. Slíkir útúrdúrar myndi leiða athyglina
•óhæfilega mikið frá eiginlegum þræði sögunnar. Þess er
einnig að gæta, að söguritarar virðast oft gera ráð fyrir því,
þá er þeir drepa lauslega á fjarskyldari hluti, að lesöndum
sé þeir kunnir, og stundum er beinlínis vísað í aðrar sögur.
Þannig vísar Þorsteins saga Síðu-Hallssonar í Njáls sögu
og Laxdæla saga í Njarðvíkinga sögu, svo að tvö dæmi
sé nefnd af handahófi.1) Landnámabók nefnir eða vitnar í
9 íslendinga sögur auk nokkurra fleiri rita; af þeim sögum
eru nú sumar með öllu týndar, en aðrar aðeins til í yngri
mynd.
Þá er vér virðum fyrir oss hin mörgu ónotuðu og
hálfgleymdu söguefni á víð og dreif í íslendinga sögunum,
en einkum þó í Landnámabók, sem er sannkölluð náma
að þessu leyti, dylst oss ekki, að þar leynist efniviður, sem
úr hefði mátt skapa heilar íslendinga sögur á borð við
margar þeirra, sem nú eru til. Vér megum þó engan veg-
inn vera vanþakklátir forfeðrum vorum, þótt þeir léti þenna
efnivið ónotaðan. Hitt var miklu meira, sem þeir unnu,
heldur en það, sem þeir létu óunnið. Og söguefnin bíða
enn í dag eftir þeim, sem treysta sér að fást við þau.
Sagan um Hallbjörn frá Kiðjabergi og Hallgerði Tungu-
1) Austfirðinga sögur, bls. 216; Laxd. s. kap. 69.