Skírnir - 01.01.1931, Side 158
152 Um Gauk Trandilsson. [Skirnír
Oddsdóttur er jafn-hugðnæmt yrkisefni á vorum tímum sem
á 12. og 13. öld, og þannig mætti lengi telja.
Eitt af hinum ónotuðu söguefnum er frásögn Njáls sögu
um Gauk Trandilsson. Af þeim ummælum má sjá, að af
Gauki hefir farið mikil, og að sumu leyti mjög merkileg
saga. Það vill svo vel til, að Gauks er lítils háttar minnzt
í nokkurum fleiri heimildum, en þrátt fyrir það má heita,
að hin eiginlega saga hans sé með öllu týnd. Eg mun nú
i ritgerð þessari leitast við að draga það fram sem af
heimildunum verður ráðið, til skýringar sögu hans og jafn-
framt til þess að búa i haginn fyrir þann, sem kynni að
vilja fylla það skarð, sem orðið er við það, að saga Gauks
hefir glatazt. En sá, sem fyllir það skarð, svo að vel sé,
mun vinna þakklátt verk.
II.
Njáls saga getur Gauks Trandilssonar á tveim stöðurn,
í bæði skiftin í sambandi við Ásgrim Elliða-Grimsson. Þá
er Ásgrímur kemur fyrst til sögunnar, er ætt hans greind
með venjulegum hætti, en að því búnu segir svo:
»Gaukr Trandilsson var fóstbróðir Ásgríms, er frækn-
astur maðr hefir verit ok bezt at sér görr. Þar varð illa
með þeim Ásgrími, því at Ásgrímr varð banamaðr Gauks«.')
í annan stað er Gauks minnzt, þá er þeir Ásgrimur
og Gizur hvíti voru í liðsbón á alþingi efíir Njálsbrennu.
Þá er þeir báðu Skafta lögsögumann Þóroddsson um lið-
veizlu, tók hann málaleitun þeirra fálega og segir m. a.
við þá:
»„Vér erum óskaplíkir. Þér þykkizk hafa staðit í stór-
málum; þú, Gizurr hvíti, þá er þú sóttir Gunnar at Hliðar-
enda, en Ásgrímur af því, er hann drap Gauk fóstbróður
sinn“. Ásgrímur svarar: „Fár bregðr enu betra, ef hann
veit et verra, en þat munu margir mæla, at eigi dræpa
ek Gauk, fyrr en mér var nauðr á. Er þat nökkur varkunn,.
1) Njáls s., kap. 26.