Skírnir - 01.01.1931, Side 159
Skirnir]
Um Gauk Trandilsson.
153-
at þú veitir oss eigi lið, en hitt er varkunnarlaust, at þú
bregðir oss brigzlum. Mynda ek þat vilja, um þat er þessu
þingi er lokit, at þú fengir af þessum málum ena mestu
óvirðing og bætti þér engi þá skömm"*.1)
Það virðist nú ekki geta leikið neinn vafi á því, að
höfundur Njáls sögu hafi haft tilsvar Skafta í huga, þá
er hann gat Gauks Trandilssonar fyrr í sögunni í sambandi
við Ásgrím. Á fyrra staðnum eru hinar eiginlegu upplýs-
ingar um Gauk, og þótt stuttar sé, nægilega miklar til þess,.
að brigzlyrði Skafta verði auðskilin og komi ekki á óvart..
Hér höfum vér eitthvert áþreifanlegasta dæmi þess, hve
vandlega höfundur Njáls sögu hefir hugsað um það, sem
hann skrifaði, er hann gætir þess, að láta jafnvel ekki þetta
tilsvar koma óundirbúið. Því miður þegir sagan algerlega
um það, sem oss leikur hin mesta forvitni á, en það er til-
efni missættis þeirra fóstbræðranna, Ásgríms og Gauks.
Það eitt er víst, að sakirnar hljóta að hafa verið miklar,
enda segir Ásgrímur, að það myni margur mæla, að eigi
dræpi hann Gauk, fyrr en honum væri nauður á. Þetta
getum vér þegar ráðið af því einu saman, að þeir voru
fóstbræður. Fóstbræðralagið var hið nánasta samband, sem
orðið gat milli óskyldra manna. Þeir, sem slíku vináttu-
bandi voru tengdir, voru ekki aðeins skyldir til þess að
veita hvor öðrum til allra mála, heldur og að hefna hvor
annars sem bróður síns, ef þess var nokkur kostur. Var
þetta bundið eiðum og öll goðin nefnd í vitni.2) Slíkum
mönnum mátti þvi bera meira en lítið á milli til þess, að
þeir ryfi alla eiða, vináttan snerist í fullan fjandskap og
þeir bærist sjálfir á banaspjót. Einna alkunnast er dæmi
þeirra Kjartans og Bolla af Laxdæla sögu. Þess er þó eigi
getið um þá, að þeir hafi svarizt í fóstbræðralag að forn-
um hætti, en vinátta þeirra framan af bar þó öll einkenni
þess og sagan sjálf kallar þá fóstbræður. Miður þekkt er
sagan um þá fóstbræður Eyjólf i Garpsdal og Þorgeir hóf-
1) Njáls s., kap. 139.
2) Gisla s. Súrssonar, kap. 6, (12), sbr. Fóstbræðra s. kap. 2.