Skírnir - 01.01.1931, Qupperneq 160
54
Um Gauk Trandilsson.
fSkírnir
lausu, er Fóstbræðra saga getur um.1) Tilefni fjandskapar
þeirra var það, að þá skildi á um landtöku, er þeir komu
frá Noregi; vildi annar leggja skipinu í rétt, en hinn leita
hafnar; var þá leitað atkvæða skipverja og kusu flestir að
halda til hafnar, því að þeir höfðu haft Ianga útivist; voru
þeir fóstbræður báðir reiðir. Skömmu seinna bar fundum
þeirra saman með þeim hætti, að þeir urðu hvor öðrum
að bana. Þetta tilefni var í rauninni furðu lítið, enda gefur
sagan í skyn, að þeim hafi ekki verið með öllu sjálfrátt,
heldur hafi þeir orðið fyrir ókvæðum. Fleiri skyld dæmi
mætti nefna, svo sem af þeim frændum og mágum, Þor-
grími, Þorkeli, Gísla og Vésteini í Gísla sögu Súrssonar
og Njáls sonum og Höskuldi Hvítanesgoða í Njáls sögu.
En hvernig sem vinslitin hefir að borið og af hverjum
sökum sem þau hafa orðið, mun það jafnan hafa verið
talið hið mesta óhappaverk að verða fóstbróður sínum að
bana. Vér getum líka ótvírætt ráðið það af orðaskiftum
Skafta lögsögumanns og Ásgríms, að Ásgrímur hefir orðið
fyrir ámæli af vigi Gauks, en það verður ekki skilið öðru
vísi en svo, að sakirnar hafi þótt ónógar til þess, að rétt-
læta slíkt verk. Það er auðsætt, að Ásgrími svíða orð
Skafta og það er meira en lítil gremja í svari hans: „Er
þat nökkur varkunn, at þú veitir oss eigi lið, en hitt er
varkunnarlaust, at þú bregðir oss brigzlum“. Og orðin, sem
á eftir koma, eru töluð í fullkominni reiði: ,.Mynda ek þat
vilja, um þat er þessu þingi er lokit, at þú fengir af þessum
málum ena mestu óvirðing ok bætti þér engi þá skömm“.
Það var von, að Ásgrími félli þungt brigzlyrði Skafta; þau
ýfðu gömul sár, sem timinn hafði þá, eftir þrjá áratugi, lækn-
að að mestu leyti, svo sem slík sár verða læknuð.
Vér getum eigi búizt við langri lýsingu á Gauki í þeim
fáu línum, sem um hann eru í Njáls sögu. En þó hefir
höfundurinn í einni stuttri tilvísunarsetningu gefið oss slíka
lýsingu á honum, að fáir myndi geta kosið sér betra eftir-
mæli; það eru þessi orð; »er fræknastr maðr hefir verit
1) Fóstbræðra s., kap. 15, 18 og 19.