Skírnir - 01.01.1931, Page 161
Skírnir]
Um Gauk Trandilsson.
ok bezt at sér görr«. Þessi ummæli eru enn þá eftirtektar-
verðari fyrir þá sök, að þau eru eftir sama mann, sem
skrifaði sögu Gunnars á Hlíðarenda og lýsir fræknleik hans
og hetjuskap með auðsærri aðdáun. Þau gæti mæta-vel
átt við Gunnar sjálfan, eins og höfundurinn vill Iýsa hon-
um. Frœkn er einmitt orðið, sem lýsir bezt hinum ytri
kostum hetjunnar, vopnfimi, íþróttum og djarflegri fram-
göngu, en vel at sér görr bendir á samræmi ytri og innri
kosta, göfuglyndi og drengskap í skiftum við vini og óvini.
En Gaukr Trandilsson hafði þessa eiginleika í fyllstum
mæli til að bera; til þess að lýsa honum nægir eigi minna
on efsta stig. Þannig voru hugmyndir manna um hann á
13. öld.
Það má ætla, að þeir Gaukur og Ásgrímur Elliða-
Grímsson hafi verið nokkurn veginn jafnaldra. Það mun
láta nærri, að Ásgrímur sé fæddur litlu fyrir 940, og hefir
hann því verið rúmlega sjötugur er hann tók þátt í eftir-
málunum um Njálsbrennu á þinginu mikla 1012.1) Eigi
verður sagt um það með neinni vissu, hve nær hann tók
Gauk af lifi, en mér þykir sennilegt, að það hafi gerzt ná-
lægt 980 eða litlu fyrr. Hafa þeir fóstbræður þá báðir verið
ó léttasta skeiði, eða því nær miðaldra menn. Kemur þetta
vel heim við það, sem ráða má um aldur Gauks af Land-
námabók og brátt skal getið verða.
III.
Gaukur Trandilsson er eigi nefndur í Sturlubók, elzta
handriti Landnámabókar, sem nú er til, en hinsvegar bæði
i Hauksbók og Þórðarbók.2) Nafn Gauks finnst því eigi í
aðaltexta Landnámuútgáfnanna, sem leggja Sturlubók til
grundvallar. Líklegt er þó, að Gauks hafi verið getið í
olztu Landnámu, þar sem ætla má, að Haukur hafi tekið
1) Safn til sögu íslands I, bls. 293.
2) Þannig nefni eg samsteypuhandrit síra Þórðar i Hitardal
(t 1670) af Landnámabók (A. M. 106, fol.). Útg. Khöfn 1921.