Skírnir - 01.01.1931, Page 164
158
Um Gauk Trandilsson.
[Skírnir
hjá Þorbirni laxakarli, mági sínum, en síðan gaf hann þeirn
allan Gnúpverjahrepp af landnámi sínu, en þeir gáfu aftur
vestara hlutann Þrándi mjögsiglanda; hann bjó í Þrándar-
holti. Af þessu er auðsætt að Þorbjörn laxakarl hefir upp'
haflega helgað sér land allt til Sandlækjar, en ruglingurinn
stafar af því, að Landnámabók gerir Þránd að sjálfstæðum
landnámsmanni.1) Sjálfur bjó Þorbjörn í Haga og hefir því
átt Þjórsárdalinn allan og munu synir hans hafa tekið sér
þar bólfestu. Eru til nefndir þrír synir þeirra Þorbjarnar og
Unu, Otkell í Þjórsárdal, Þorgils og Þorkell trandill og
munu þeir allir fæddir á íslandi.
Hér er ástæða til að staldra við og grafast fyrir aldur
Gauks. Þorkell trandill er talinn síðast af sonum Þorbjarnar
og má því ætla að hann hafi verið yngstur þeirra; það
myndi þá láta nærri, að hann væri fæddur um 900, en
Gaukur um 935. Kemur þetta ágætlega heim við aldur
Ásgríms Elliða-Grímssonar, eins og fyrr var getið, og sömu-
leiðis við ættliðina frá Ölvi barnakarli. Þeir Gaukur og:
Víga-Glúmur voru þremenningar frá Steinólfi lága og virð-
ast mjög jafngamlir, því að Glúmur var fæddur um 935-
Fjórmenningar eru þeir frá Ölvi, Gaukur, Grímur lögsögu-
maður Svertingsson og Þórður Gellir; Grímur andaðist 1003
en þórður um 978 og verða þessir ættliðir því mjög sam-
ferða. Hinsvegar eru þeir Skafti lögsögumaður, Snorri goði
og Hjalti Skeggjason í sjötta lið frá Ölvi og allir mjög
jafngamlir; það kann að virðast nokkuð mikill munur, að
þeir sé tveim ættliðum yngri en Gaukur; þó er sá munur
eigi svo mikill, að ástæða sé til að efast um, að rétt sé
talið.
Þess ber að geta, að Hauksbók telur ei nema tvo sonu
Þorbjarnar laxakarls, Otkel og Þorgils, en telur Þorkel
trandil son Þorgils og bætir þannig einum lið inn í ættina.
En þetta fær tæplega staðizt tímans vegna, myndi Gaukur
þá eigi fæddur fyrr en 950—60 í fyrsta lagi. Virðist ekki
áhorfsmál að taka beri frásögn Sturlubókar og Þórðarbókar
1) Sbr. Kálund: Island, I., bls. 190—191.