Skírnir - 01.01.1931, Side 166
160
Um Gauk Trandilsson.
[Skírnír
-að Steiiiólfur þessi haíi verið af ætt Ölvis barnakarls, ef
til vill kominn af Steinólfi hinum lága. Að öðru leyti vitum
vér ekkert um Steinólf þenna né heldur viðskifti Þuríðar
konu hans við Þjórsdæli; sú saga er nú týnd. Þrýtur nú
og þá fræðslu, sem Landnámabók getur veitt um Gauk
Trandilsson.
IV.
í íslendingadrápu Hauks Valdísarsonar rekum vér oss
onn á Gauk Trandilsson og er þar ein hálf vísa um hann.
íslendingadrápa fjallar, eins og kunnugt er, um fræga ís-
lendinga frá söguöldinni. Alls eru taldir þar 27 menn, auk
fárra einna, sem getið er í sambandi við söguhetjurnar.
Eru menn þessir langflestir kunnir af íslendinga sögunum,
nokkurir þó að litlu meira en nafninu einu. Höfundur kvæð-
isins hefir vafalaust farið eftir munnlegum heimildum. Er
hvort tveggja, að drápan er eldri en ritaðar sögur yfir-
leitt, frá nálægt miðri 12. öld, og henni ber í sumum atrið-
um ekki heim við sögurnar, sem vér eigum nú.1) Niður-
skipun efnisins er að vísu nokkuð lausleg og af handahófi
gerð, en þó er svo sem skáldið seilist til þess að telja þá
saman, sem skyldir eru, skifti hafa átt saman eða líkir eru
að einhverju leyti.2) Þannig eru þeir taldir saman í upp-
hafi drápunnar Brodd-Helgi, Geitir í Krossavík, Bjarni Brodd-
Helgason og Þorkell Geitisson og því næst Helgi Drop'
laugarson, Helgi Ásbjarnarson og Grímur Droplaugarson.
í röð eru ennfremur talin skáldin Egill Skalla-Grímsson,
Glúmur Geirason og Hallfreður vandræðaskáld, og krafta-
mennirnir Þórólfur Skólmsson, Finnbogi rammi og Ormur
Stórólfsson.
Vísuhelmingurinn um Gauk, síðari hluti 19. erindis, er
á þessa leið:
1) Sbr. t. d. Reykdæla sögti, kap. 19 og íslendingadr. ll.erindi;
Orms þátt Stórólfssonar, kap. 10 (Fjörutiu íslendinga þættir, bls. 221)
og íslendingadr. 15. erindi.
2) Sbr. F. J. Litt. Hist. II.2, bls. 107.