Skírnir - 01.01.1931, Síða 167
Skírnir]
Um Gauk Trandilsson.
161
Ok geirraddar gladdi
Gaukr Trandilsson hauka;
geig vann heldr at hjaldri
hann ófáum manni.
í*. e. Ok Gaukr Trandilsson gladdi geirraddar hauka (or-
ustu hauka, hrafna); hann vann heldr ófáum manni geig
at hjaldri (í orustu).1)
Eins og menn munu sjá, er þetta almennt lof fyrir
hreystilega framgöngu í orustum og sagt, að Gaukur yrði
ínörgum manni að bana. En þótt lítið sé á þessu að græða
beinlínis, er vert að taka eftir öðru. Samkvæmt þeim vísi
-til niðurskipunar í kvæðinu, sem fyrr var getið, er það mjög
athugunarvert, hvaða menn eru taldir næstir Gauki, bæði
á undan honum og eftir. í fyrra hluta 19. erindis er talað
nm Orm skógarnef, en hann er jafnvel enn þá minna
þekktur en Gaukur. Svo mikið vitum vér þó um hann, að
hann var bróðir Gunnars á Hlíðarenda og Landnámabók
segir, að hann hafi fallið á Orminum langa með Ólafi kon-
ungi Tryggvasyni,2) enda telur Snorri hann meðal skip-
verja á Orminum.3) En nú vill svo vel til, að vér vitum,
hvernig þeir menn voru, sem teknir voru á Orminn langa;
þar voru einungis afburðamenn að hreysti og fræknleik. Svo
segir Snorri í Heimskringlu: »Ok þá er menn váru þar
ráðnir til skipanar, þá var þar svo mjök vandat lið ok
valit, at engi maðr skyldi vera á Orminum langa ellri en
sextögr eða yngri en tvitögr, en valdir mjök at afli ok
hreysti. Þar váru fyrst til skoraðir hirðmenn Ólafs konungs,
því at þat var valit af innanlandsmönnum og útanlands
allt, er sterkast var og fræknast.------Þat var mál manna
at þat mannval, er á Orminum var, bar eigi minna af
öðrum mönnum um fríðleika ok afl ok fræknleik, en Ormr-
1) Skjaldedigtning, B., I, bls. 543.
2) Ldn. útg. 1843, bls, 288 neðanni, útg. 1925, bls. 13—14 neð-
■anm.; Njáls s. kap. 19 segir, að Ormur hafi verið bróðir Gunnars
iaungetinn.
3) Hkr., Ól. s. Tr. kap 94.
11