Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 170
164
Um Gauk Trandilsson.
[Skirnir
færi til þess að láta hugann reika; hér er tækifæri til
skáldskapar. Það eitt er víst, að öxin hefir verið fræg —
vegna Gauks. Henni hafa m. ö. o. fylgt sagnir um Gauk
og afrek hans, eins og vér vitum mörg dæmi til að fylgt
geti gömlum munum. En hvar hefði slíkar sagnir helzt átt
að geymast? Fyrst og fremst í ætt Gauks sjálfs og hvar
myndi öxi hans heldur vera niður komin en hjá niðjum
hans? Mér virðist því liklegast, að rúnameistarinn hafi
verið niðji Gauks og öxin verið til hans komin sem ættar-
gripur. Það er ekki laust við að ættarstoltsins kenni í orð-
um hans, er hann segist rista rúnirnar »með þeirri öxi, er
átti Gaukr Trandils sonr«. Vegna þessa nafns telur hann
ekki eftir sér að höggva rúnirnar í steininn og honum
virðist hafa skilizt það, að einmitt vegna þess var verk
hans ekki unnið fyrir gíg, heldur hafði það öðlazt sögu-
legt gildi um aldur og æfi.
Þó að líkur sé þannig til, að rúnameistarinn hafi verið
af íslenzku bergi brotinn, virðist sumt benda til þess, að
hann hafi ekki verið íslenzkur maður, m. a. orðin »er rýnstr
er fyrir vestan haf«; myndi hann naumast komast svo að
orði, ef hann hefði verið íslendingur. Ef vér ætlum hverj-
um ættlið 30 ár, verður rúnameistarinn 6. maður frá Gauki
og er af því augljóst, að ættin hefir haft nægan tíma til
þess að flytja af íslandi og festa rætur annars staðar, í
Orkneyjum eða fyrir vestan haf.
Þessi rúnarista er oss þvi kærkomnari, sem íslenzkar
heimildir eru sagnafærri um Gauk. Er því líkast sem hann
fái hér uppbót nokkura, þótt lítil sé. En þetta ber einnig
að sama brunni og styður það, sem áður er sagt, að af
Gauki hefir farið mikil saga til forna, líkt sem öðrum köpp-
um sögualdar.
VI.
Nú víkur sögunni að sögnum þeim og munnmælum,
sem til eru um Gauk Trandilsson frá síðari öldum. Þar er
að vísu ekki um auðugan garð að gresja og allt er það
af nokkuð vafasamara uppruna en það, sem nú hefir verið