Skírnir - 01.01.1931, Page 171
Skirnir]
Um Gauk Trandilsson.
165
getið um. Einna ótvíræðast af þessu tæi hygg eg, að sé
örnefnið Gaukshöfði, en svo heitir höfði einn all-mikill, er
gengur frá Hagafjalli niður að Þjórsá milli Haga og Ás-
ólfsstaða og blasir við úr ofanverðri Landsveit. Vegurinn
inn í Þjórsárdal liggur uppi á höfðanum og segja kunnugir
menn, að þar sé á einum stað vel fallið til fyrirsáturs.
Á öndverðri siðustu öld fundust mannsbein framan til við
höfðann og hjá þeim spjótsoddur. Að sögn Brynjólfs frá
Minna-Núpi, er sá bein þessi og götvaði þau 1856, voru
þau brotin mjög og mörg vantaði; hauskúpan virtist honum
í stærra lagi. Sumarið 1880 var leitað að leifum beinanna,
en þau fundust þá eigi. Gizkuðu menn á, að þetta væri
bein Gauks Trandilssonar. Hvað sem um það er, má telja
mjög líklegt, að höfðinn taki nafn af Gauki fyrir þá sök,
að hann hafi fallið þar fyrir Ásgrími. í ritgerð sinni um
Þjórsárdal segir Brynjólfur frá Minna-Núpi frá einkennileg-
um sið í sambandi við stein einn á höfðanum og virðist
hann bera vott um gamlar minningar um Gauk Trandils-
son. Þar segir svo:
»Hjá þeim stað, sem líklegastur er til fyrirsáts, er steinn
við veginn, sem sagt er, að kross hafi staðið á í pápiskri
tíð, og skyldi hver gefa þar til, er fyrsta sinn fór um veginn,
og sú venja hélzt fram undir 1850 að gefa til steinsins í
gamni t. a. m. bein, kvist, stein eða annað, og var það
kallað »að gefa Gauki«; má vera, að steinninn hafi verið
kenndur við Gauk, og hafi hann varizt á honum og fallið
þar, þvi að þar er ekki annað vigi betra«.‘)
í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er smásaga um það,
hvernig örnefnið Gaukshöfði sé til orðið, og er hún eftir
uiunnmælum í Gnúpverjahreppi. Þykir mér rétt að tilfæra
aðalefni hennar, því að þar er uppruni þessa örnefnis sagður
nokkuð á annan veg. Svo segir þar: »Gaukshöfðavað —
—- dregur nafn af höfða nokkurum við ána (Þjórsá). — —
Höfðinn dregur aftur nafn af manni þeim, er Gaukur hét;
1) Árbók Fornleifafél. 1884—85, bls. 39. — Líkar sagnir eru uni
ýmsa aðra staði hér á landi, sbr. Þjóðsögur J. Á. I, 663—664.