Skírnir - 01.01.1931, Page 172
1G6
Um Gauk Trandilsson.
[Skírnir
hafði hann orðið sekur, og átti sér bæli og vígi í höfðan-
um, þar sem klettarnir eru mestir, og réðst þaðan á menn
til rána. Seinast komust þó ferðamenn, sem hann hafði ráðizt
á, milli hans og bælisins, og var hann veginn þar á sand-
inum fyrir framan höfðann og dysjaður síðan«. Því næst
er sagt frá mannsbeinunum, er þá höfðu fundizt fyrir
nokkurum árum, og spjótsoddinum til sannindamerkis.1)
Saga þessi virðist vera ein hinna algengu stigamanna-
sagna, er munu einkum hafa myndazt hér á landi á 17. og
18. öld, eftir að hin miklu rán útlendinga voru um garð
gengin og höfðu markað spor í meðvitund þjóðarinnar. Er
miklu líklegra, að sagan hafi verið búin til til þess að
skýra örnefnið, en að örnefnið sé til orðið með þeim hætti,
sem sagan segir. Að minnsta kosti eru engin rök fyrir til-
veru þessa Gauks stigamanns, svo að kunnugt sé. Hins veg-
ar er það ekki óhugsandi, að í þjóðsögu þessari gægist
fram leifar nokkurar af hinni upprunalegu frásögu um fyr-
irsátur Ásgríms fyrir Gauki, og viðskifti þeirra mega vel hafa
orðið með þeiin hætti sem í þjóðsögunni segir, þ. e. að
Ásgrímur og menn hans hafi hindrað það, að Gaukur næði
að komast í gott vígi og fengið þannig betra fangaráð á
honum, líkt og Þórður Kolbeinsson gerði, er hann sat fyrir
Birni Hítdælakappa.2) En kvað sem um þetta er, er það
Ijóst, að saga Gauks Trandilssonar hefir verið gleymd að
mestu leyti, þá er þjóðsaga þessi varð til, en því miður
er ekki hægt að ákveða aldur hennar með neinni nákvæmni.
Eg vil nú næst fara nokkurum orðum um vísu eina
um Gauk Trandilsson, sem virðist bera það með sér, að
höfundur hennar hafi vitað meira um hann, en vér gerum
nú; hún er á þessa leið:
Önnur var öldin,
er Gaukur bjó i Stöng;
1) ísl. þjóðsögur II, bls. 103.
2) Björn vildi fara til Grásteins hins mikla og verjast þaðan, en
»þeir höfðu komizt á milli hans og Grásteins, svá at Björn komsk
eigi þangat“. (Bjarnar s. Hítdk. kap 32).