Skírnir - 01.01.1931, Side 173
Skírnir]
Um Gauk Trandilsson.
167
Þá var ei til Steinastaða
leiðin löng.1)
Eigi er nú kunnur uppruni vísu þessarar, né heldur
hitt, hvort hún hefir frá upphafi verið sjálfstæð lausavísa
•eða hún er leif af týndu kvæði. Það liggur þegar í augum
uppi, að hún er næsta ólík því, sem vér eigum að venjast
um lausavísur á síðari öldum, og þó að hæpið sé að draga
miklar ályktanir af einni vísu um aldur hennar og upp-
ntna, verður því eigi neitað, að hún minnir mjög ótvírætt
á sérstaka tegund skáldskapar, nefnilega danzana. Einkenni
þeirra koma svo fram í henni, sem bezt'verður á kosið,
mjög laust rím og sú meðferð efnis að segja sem minnst
i berum orðum, hendur vekja ímyndunarafl lesanda og
áheyranda og láta þá sjálfa ráða í, hvað skáldið vildi sagt
hafa. Eins og kunnugt er, á þetta einkum við um viðlögin,
stefin í dönzunum, þar sem aðalhugsuninni í kvæðinu er
þjappað í eina visu. Mörg viðlaganna eru gull-fallegur
skáldskapur og þau höfðu yfirleitt miklu betri skilyrði til
þess að lifa langlifi, en kvæðin i heild sinni. Sennilegast
þykir mér, að vísan um Gauk sé viðlag úr danzi og myndi
það skýra að nokkuru ástæðuna til þess, að hún hefir varð-
veitzt ein vísna úr kvæðinu. En hvort sem hún hefir verið
viðlag eða ekki, sé eg eigi ástæðu til þess að efast um,
að hún sé frá danzatímabilinu og þá naumast yngri en frá
því um 1500. Eftir miðja 16. öld munu danzar lítið hafa
verið ortir, en blómatími þeirra er síðari hluti 14. aldar
og 15. öldin öll. Þess má geta, að hátturinn er sá sami
1) Þannig er texti visunnar í Árb. Fornleifafél. 1884—85, bls.
51. Hjá Kálund, Island, I., bls. 202, er upphafið svo: Þá var öldin
önnur, o. s. frv. — í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (II., bls. 100) er
vísan talsvert frábrugðin. Þar er hún þannig:
Þá er Haukur bjó i Stöng
var leiðin ekki löng
þaðan til Steinastaða.
Þó að hátturinn sé hér annar og rangt með mannsnafnið farið, eru
visurnar að öðru leyti svo likar að efni og blæ, að hér er einungis
vrn að ræða tvær útgáfur af sömu vísunni.