Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 174
168
Um Gauk Trandilsson.
[Skírnir
á þessari vísu sem á Tristramskvæði, er vera mun með
eldri dönzum, sennilega ekki yngra en frá því um 1400.
En hvert hefir verið efni danzins, sem vísa þessi er
úr? Af vísunni sjálfri verður lítið ráðið um það. Efnið •
viðlögunum var stundum sótt út fyrir kvæðið sjálft, svo
að það er engan veginn víst, að danzinn, sem vísan er úr,
hafi verið um Gauk Trandilsson. Eg skal nefna eitt dæmi-
Margir kannast við viðlagið:
Á þingi
betur unni Brynhildur Hringi.
Ef kvæðið, sem þetta viðlag er úr, væri glatað, og vér
hefðum eigi nema viðlagið eitt, hverjum myndi þá detta í
hug, að það væri úr kvæði um Gunnar á Hlíðarenda? En
hitt er þó algengara, að efni viðlaganna sé sótt í kvæðið
sjálft og vér megum því telja það líklegra, að svo hafi
verið hér; kvæðið hafi verið um Gauk Trandilsson, ein^
hver örlagaríkur þáttur sögu hans tekinn til meðferðar og
færður í skáldlegan búning. Vér getum kallað það GaukS'
kvœði. Ef þetta er rétt, en það verður hvorki sannað né
heldur ósannað, höfum vér hér fengið annað dæmi þess,
að danzar væri ortir um íslenzk efni. Hitt er Gunnars-
kvæði,1) sem fjallar aðallega um hefnd Hallgerðar fyrir
kinnhestinn, er hún neitar Gunnari um hár í boga-
strenginn og hann fellur. En er það ekki einkennileg til-
viljun, ef svo er, að þeim Gunnari á Hlíðarenda og Gauki
Trandilssyni lendir hér enn saman í bókmenntunum? Fyrst
koma þeir saman í íslendingadrápu á 12. öld, því næst
hjá höfundi Njáls sögu seint á 13. öld og loks eru þeir
einu íslendingarnir, sem danzar eru ortir um um 1500-
Mætti þetta þykja benda á, að þessir tveir menn hafi átt
svipuð itök í huga þjóðarinnar lengi fram eftir öldum og
sitt hvað hafi verið likt með þeim þeirra hluta, er helzt
gátu haldið frægð þeirra á lofti.
í leifum Gaukskvæðis kemur fram alveg ný hlið á
sögu Gauks. Það liggur heil saga á bak við þessi orð: »Þá.
1) íslenzk fornkvæði nr. 49 (II., bls. 132).