Skírnir - 01.01.1931, Síða 175
Skirnir]
Um Gauk Trandilsson.
160
var ei til Steinastaða leiðin löng«. Þau benda á einhver
sérstök tengsl milli Gauks og Steinastaða svo sem gefið
sé í skyn, að honum hafi orðið tíðförult þangað og mikil
vinátta hafi verið þar í milli, sbr. hið fornkveðna: »Til góðs-
vinar liggja gagnvegir«. Og þar sem Gaukskvæði virðist
hafa haft þessi tengsl að sérsíöku viðfangsefni, en danz-
arnir eru nær undantekningarlaust ortir um ástir milli karls
og konu, getur það naumast verið vafamál, hvers vegna
leiðin var ekki löng til Steinastaða. Af þessum ástæðum
Þykist ég sjá mér fært, að taka gilda skýringu þá, sem
Brynjólfur frá Minna-Núpi hefir eftir Vigfúsi hinum víðförla
úr Skaftafellssýslu, á missætti þeirra Gauks og Ásgríms
Elliða-Grimssonar, en hún er þessi:
»Gaukur fíflaði húsfreyju á Steinólfsstöðum (nú Steina-
stöðum); hún var skyld Ásgrími Elliða-Grímssyni, þar af
óx óþokki milli þeirra, er dró til þess, að Ásgrímur drap
Gauk«.')
Eg mun síðar fara nokkurum orðum um gildi heim-
ildar þessarar, en eg. skal strax taka það fram, að jafnvel
þótt hún væri að engu hafandi í sjálfu sér, þá eru þessir
málavextir svo líklegir og skýra á svo fullnægjanda hátt
orsökina til fjandskaparins milli fóstbræðranna annars veg-
ar og tengsl Gauks við Steinastaði, sem gefin eru í skyn
* vísunni, hins vegar, að ekki verða neinir sennilegri til
fundnir. Vér getum gert oss frekari grein fyrir viðburðunum
á þessa leið:
Gaukur venur mjög komur sínar til Steinólfsstaða og
situr löngum á tali við húsfreyju, enda lætur hún sér
komur hans vel lika. Bóndi, sem í engu er jafnoki Gauks,
situr með sárt ennið og treystist ekki til þess að etja
kappi við hann af eigin rammleik. En til þess að firra sig
ámæli með nokkurum hætti, án þess þó að stofna sjálfum
sér í nokkurn háska, lætur hann húskarla sína sitja fyrir
Gauki, er hann fer heim. Þeirra för verður með þeim hætti,
að sumir eru drepnir en hinir flýja. Sér bóndi nú sitt
1) Árb. Fornleifafél. 1884—85, bls. 51.