Skírnir - 01.01.1931, Page 177
Skirnir]
Um Gauk Trandilsson.
171
sem hann hlaut einnig að gera fóstbróður sínum rangt
til um leið. En þótt honum hafi vafalaust verið þetta sjálf-
um ljóst, var annað sterkara afl, sem réð gerðum hans.
^Heimska ur horskum gerir hölda sonu sá enn máttki
munr«. Yfirsjón Gauks var því ein hin mannlegasta allra
yfirsjóna. Vér vitum ekki heldur nema einhverjar sér-
stakar málsbætur hafi verið fyrir hendi, eitthvað líkt því,
sem var um þá Gunnlaug ormstungu og Björn Hitdæla-
kappa. Að minnsta kosti gefur Skafti Þóroddsson það í
skyn, að Gaukur hafi verið ómaklegur veginn, og má gera
ráð fyrir því, að hann hafi mælt þar fyrir munn almenn-
ingsálitsins. Fyrir þeim dómi hefir Gaukur þvi fljótt fengið
sýknu allra saka. Hann galt og sjálfur sýknu sína með
því, sem flestum þykir dýrmætast, en það er lifið. Slikir
atburðir hlutu að geymast í endurminningu þjóðarinnar og
verða efni í sögu, er fram liðu stundir og yrkisefni skáldum.
VII.
Eg hefi hér að framan bent á, að til muni hafa verið
sjálfstæð saga um Gauk Trandilsson, eins og marga aðra
^freksmenn sögualdarinnar, og eru íslendingadrápa og orkn-
eýska rúnaristan órækust vitni þess. Líklegt er og, að
höfundur Njáls sögu hafi þekkt hana, að minnsta kosti
veit hann svo mikið um Gauk, að hann getur kveðið upp
Þann dóm, að hann hafi verið »fræknastr maðr ok bezt at
sér görr«. En hefir þessi saga nokkurn tíma verið færð í
letur? Af hinum fornu heimildum verður ekkert ráðið um
það efni. Þó kynni Gaukskvæði heldur að benda til þess,
að svo hafi verið, þó að munnleg geymd geti raunar
komið til greina svo seint á öldum, en hitt er víst, að
kvæðið er vitni þess, að saga Gauks hefir verið kunn í
einhverri mynd á 15. og 16. öld. Það er því ekki fyrr enn
Á 19. öld, að vér höfum vitnisburði um ritaða sögu Gauks
eða Þjórsdælasögu, er vera mun eitt og hið sama. Eg hefi
áður tilfært orð Vigfúsar hins víðförla úr Skaftafellssýslu
Urn tilefni missættis þeirra Gauks og Ásgríms. Þetta kvaðst