Skírnir - 01.01.1931, Page 178
172 Um Gauk Trandilsson. |Skírnir
Vigfús hafa lesið í Þjórsdælasögu; hefði hann eitt sinn
eignazt skræðu af þeirri bók og léð hana og hefði hún
glatazt. Frá þessu sagði hann, er hann var á ferð í Eystra-
hreppi árið 1855 og fylgir það sögunni, að menn hafi lagt
lítinn trúnað á orð hans. ’)
En er það nú i raun og veru svo, að orð Vigfúsar sé
að engu hafandi? Hvaðan var honum þá þessi fróðleikur
um Gauk kominn? Það er fljótsagt, að eigi gat hann haft
hann úr neinni heimild, sem vér þekkjum nú. Hitt virðist
og ótrúlegt, að hann hafi búið þetta til sjálfur, af þeirri
ástæðu, að hann myndi vart hafa kannazt við nafn Gauks
Trandilssonar, hvað þá meira, ef hann hefði eigi átt kost
fyllri heimilda um hann en nú eru til; hann hefði með
öðrum orðum skort þekkingu til þess að skrökva þessu
upp. En þó að orð Vigfúsar væri dæmd ómerk, þá bætist
hér við annar vitnisburður frá líkum tíma, sem staðfestir
þau, eða gerir það líklegt, að þau sé sönn. Hann er að
finna i ritgerð Brynjólfs frá Minna-Núpi um Þjórsárdal og
vil ég leyfa mér að tilfæra hann orðrétt: »Hér á við að
setja sögu Solveigar Helgadóttur, sem var í Haukholtum
1875 (fædd 1800). Gerir sú sögn sennilegt, að Þjórsdæla'
saga hafi verið til, eins og Vigfús sagði. Hún sagði svo,
að þegar hún ólst upp í Valdakoti í Flóagaflshverfi, bjó sá
maður í Magnúsfjósum í Kaldaðarneshverfi, er Bjarni hét
Bjarnason, »skikkanlegur maður«; hún heyrði hann segja
frá, að þegar hann var unglingur hja föður sinum í Mikla-
holtshelli, reri hann til fiska á Selatöngum, hjá Guðmundi
bónda í Krýsuvík, Þorsteinssyni (frá Nesi í Selvogi), og
var oft heima hjá honum, þegar ekki voru sjógæftir. Þar
sá hann rotna skræðu af sögubók og las í henni frásögn
um það, „að bóndi, er Steinn hét, frá Steinastöðum í Þjórs-
árdal, fór fram á Bakka (þ. e. ofan á Eyrar) með syni sín-
um frumvaxta, og voru báðir drepnir í þeirri ferð“.«1 2)
Því verður ekki neitað, að það er talsvert undarlegÞ
1) Árbók FornleiFafél. 1884—85, bls. 51.
2) S. st„ bls. 52.