Skírnir - 01.01.1931, Page 179
SkirnirJ
Um Gauk Trandilsson.
173
•að handritasafnendur síðari alda skyldi aldrei, svo að kunn-
ugt sé, rekast á einhverjar skræður af Þjórsdælasögu, ef
«vo skyldi vera, sem vitnisburðir þessir benda til, að hún
hafi verið við lýði seint á 18. öld og jafnvel fram á 19.
öld. En af því verður þó eigi dregin sú ályktun, að sagan
hafi i rauninni ekki verið til. Margt gat á milli borið, svo
sð safnendur handrita kæmist ekki yfir hana. Þær eru all-
niargar sögurnar, sem vér vitum að til hafa verið, en glut-
•aðar eru nú, og um aðrar má segja, að ekki hafi mátt
muna hársbreidd, að þær tapaðist algerlega. Það verður
skiljanlegra, hversu mikið hefir tapazt, þá er þess er gætt,
að ekki eitt einasta af fornritum vorum hinum eldri er til
í frumriti.
Um efni Þjórsdælasögu má geta sér nokkuð til. Þar
hefir að upphafi eflaust verið sagt frá landnámi í Þjórsár-
öal, Þorbirni laxakarli og þeim öðrurn, er tóku sér bólfestu
i landnámi hans. Þar myndi hafa verið sagt frá Steinólfi i
^jórsárdal og Þuríði konu hans og viðskiftum hennar við
Þjórsdæli. Líklegt er og, að þar hafi verið sagt nokkuð frá
Hjalta Skeggjasyni og forfeðrum hans. En Gaukur Trand-
ilsson hefir þó vafalaust verið sá maður, sem sagan hefir
einkum snúizt um, enda gaf æfi hans ríkulegt tilefni til
Þess, eins og reynt hefir verið að sýna hér á undan, og i
sambandi við hann hefir Ásgrímur Elliða-Grimsson komið
all-mikið við söguna. Þar hefðum vér getað vænzt merki-
legra mannlýsinga, frásagna af ytri og innri baráttu, vin-
áttu og fjandskap, ástum og afbrýði, vígaferlum og hreysti-
verkum. Vér hefðum haft gaman af þvi, að kynnast henni
öálítið, konunni, sem örlagaríkust áhrif hafði á líf Gauks
Trandilssonar, og sjá, hvernig höfundi sögunnar hefði tek-
’zt að lýsa henni. Saga þeirrar konu hefði ef til vill getað
rninnt oss á sögu Helgu hinnar fögru eða Oddnýjar Ey-
kyndils, Steingerðar eða Kolfinnu eða jafnvel konunnar,
Sem sagði: »Þeim var ek verst, er ek unna mest«.
Fáir kannast nú orðið við Gauk Trandilsson. En heim-
Hdirnar um hann eru með þeim hætti, að þær vekja stöð-
ugt til nýrrar íhugunar; þær hafa eitthvert töframagn í sér