Skírnir - 01.01.1931, Page 181
Eiríkur í Bót og Eiríkur á Rangá.
Eftir Einar Jónsson.
Á fyrri hluta 17. aldar og nokkuð fram yfir hana miðja
bjó sá bóndi í Bót í Tungu í Fljótsdalshéraði, er Eiríkur
bét. Eigi verður neitt sagt nákvæmlega um aldur hans né
æfi. Þó má ráða það af aldri næstu afkomenda hans, að
hann hafi verið fæddur um 1585—1590, eða fyrr; og af
bréfabókum Brynjólfs biskups Sveinssonar sést, að hann
hefir dáið einhverntíma á árunum 1664—1667, líklega helzt
1666, og hefir því orðið hér um bil áttræður, eða eldri.
Eirikur var nafnkunnur maður um sína daga og lengi
siðan. Voru ýmsar sögur sagðar af honum og hafa sumar
þeirra orðið að þjóðsögum, er haldizt hafa fram á þennan
dag og munu enn lengi halda nafni hans á lofti. Aðal-
sagan er sú, að hann hafi tíðkað það, að fara á vetrum
með sleða út á Héraðssanda og sækja þangað rekavið og
dytja heim í Bót, eftir því sem honum þótti þörf á, án
þess að spyrja rekaeigendur leyfis eða greiða verð fyrir.
Ef einhver fann að því, átti hann aðeins að hafa svarað:
»Hún Bót þarf þess með.« En engum þótti ráðlegt að reyna
að hindra rekatöku hans með valdi. Sýnir saga þessi og
íleiri sögur af honum, að hann hefir verið allmikill fyrir
sér, skapstór og ráðrikur, enda segir í ágripi af presta-
æfum á Kirkjubæ, sem samið mun vera um 1780—1790,
að hann hafi verið »hinn mesti ofsa- og gripdeildarmaður«.
Og þetta álit hefir jafnan fylgt honum.
Vel má vera, að hann hafi síðar við tækifæri greitt