Skírnir - 01.01.1931, Side 182
176 Eiríkur í Bót og Eiríkur á Rangá. [Skírnir
eitthvað fyrir reka þann, er hann tók, án þess að telja
það sem ákveðið verð fyrir hann. Hann hefir eflaust ver-
ið vel efnaður bóndi og átti alla Bót og ef til vill fleiri
jarðir. Hefir líklega verið höfðingi í lund og bjargvættur í
sveit sinni, þegar á reyndi, og menn því umborið djarf'
tækni hans til rekanna. Víst er það, að engum meðal-
manni, því síður smámenni, heíði haldizt uppi slíkur yfir-
gangur. Má einnig vera, að hann hafi litið svo á, að eignar-
réttur einstakra manna á trjávið þeim, sem rak af hafi á
iand einhversstaðar, landeigendum fyrirhafnarlaust, hafi ver-
ið takmarkaður. Þess háttar skoðun hefir stundum heyrzt
um hvalreka. Engin ástæða er til þess að ætla, að þessar
rekatökusögur sé tilbúningur einn. Hitt er og víst, að hann
hefir aldrei komizt í neinar verulegar ógöngur út af hennii
því að þess hefði líklega verið getið jafnhliða sögunum, ef
menn hefðu vitað til þess. Hann hefir eflaust haft eitthvað
það við sig, að menn hafa álitið réttast, að láta þetta fram-
ferði hans afskiftalaust. Hann var einnig tengdur flestum
hinum heldri mönnum, er reka áttu á söndunum, eins og
síðar mun sýnt, og gat það valdið nokkru um umburðar-
Jyndið við hann.
Það hefir verið sagt um Hjörleif sterka á Nesi í Borg'
arfirði (»Hafnarbróður«), að hann hafi stundum, þá er hann
hitti rekaspýtu á fjöru annars manns, er honum leizt vel á
til smíða, tekið hana heimildarlaust og flutt heim til sín
og smíðað úr henni, en síðar greitt eigandanum verð fyn>'
hana við tækifæri á einhvern hátt, oftast einhver ilát, er
hann hafði smíðað og sem voru fullvirði spýtunnar. Hann
smíðaði mikið keröld og allskonar önnur ílát úr tré og
girti með rauðaviðargjörðum. Ef einhver ympraði á því, er
hann tók slíka spýtu, að hann hefði ekki heimild til þess,
þá sagði hann: »Þér (eða: honum) verður ekkert úr henni,
en mér verður mikið úr henni, og þess vegna er rétt, að
ég taki hana.« Svo var látið sitja við það, því að menn
virtu hann og vissu hann að ýmsu góðu kunnan; hafa
einnig, ef til vill, haft beyg af afli hans og jafnvel orðum,
því að hann gat orðið orðhvass og stórorður, ef honum