Skírnir - 01.01.1931, Page 183
Skirnir]
Eirikur i Bót og Eiríkur á Rangá.
177
mislíkaði, og þótti þá verða heldur geigvænlegur. Má vera,
3ð eitthvað líkt hafi átt sér stað um Eirík í Bót.
Þess má og minnast, að aldarhátturinn á 17. öld var
«kki mjög þrunginn af réttlætistilfinningu og siðferðisástand-
ið illt; yfirgangur og óhlutvendni allmikil. Svo dundu og
yfir hin miklu harðindi í upphafi aldarinnar, sem urðu að
bana 9 þúsundum manna og jafnframt var einokunin í
verzlunarmálum lögð á og síðar kom hvíti vetur 1633 með
sína miklu eyðileggingu. Allt varð til að draga kjark úr
þjóðinni og gera ráðríkum mönnum og yfirgangssömum
hægra fyrir. Var óöld hin versta meðal almennings, eins
og meðal annars glöggt má sjá af bréfum frá Gisla bisk-
upi Oddssyni í Skálholti, er hann ritaði 1636 sýslumönn-
km, prestum og hreppstjórum, til að hvetja þá til að taka
föggsamlega í taumana við aldarháttinn. Er þar ófögur
lýsing á siðferðisástandinu í landinu, allskonar agaleysi og
flakki meðal alþýðu, og dugleysi og eftirlitsleysi embættis-
manna. Þess konar ástand var góður jarðvegur fyrir yfir-
gangsmenn, eins og Eiríkur í Bót þótti vera, til þess að
koma fram vilja sinum að ósekju, en honum um leið nokk-
or afsökun, svo stórgerður sem hann hefir verið að lund-
arfari.
Ekki hafa menn vitað, hverrar ættar Eiríkur hefir ver-
ið og eins hefir verið fullkomin óvissa um konu hans og
setterni hennar. En með því að hann er sá bóndi í Aust-
fjörðum, er fjölmennastar og mikilhæfastar ættir eru frá
komnar þar um slóðir síðan um 1600, og margt af afkom-
ondum hans hefir dreifzt víðsvegar út um land og fjöldi
flutt til Vesturheims, þá væri æskilegt að geta fengið eitt-
hvað um ætterni hans og konu hans að vita. Má telja
víst, að þau hafi verið af einhverjum þeim ættum, er þá
þóttu mikilhæfar. En það hefir ekki reynzt auðvelt að fá
nokkra verulega fræðslu um það. Engar ættatölur hafa
verið ritaðar í Austfjörðum, svo að kunnugt sé, nema ætta-
fölubók Jóns bónda á Skjöldólfsstöðum á Jökulsdal, Gunn-
laugssonar prests í Möðrudal, Sölvasonar, rituð 1684. En
hún er stuttorð og tekur fáar ættir fyrir og nefnir ekki
12