Skírnir - 01.01.1931, Síða 184
178 Eiríkur i Bót og Eirikur á Rangá. [Skirnir
Eirík í Bót. Hinar almennu ættatölur, er ná yfir allt landr
Snóksdalíns, Espólíns og Steingríms biskups, fræða heldur
ekkert er heitið geti um hann né konu hans, enda hafa
ættir Austfirðinga yfirleitt orðið þar mjög útundan og má
svo heita, að þar sé ekki raktar aðrar ættir en höfðingja-
ættir og þær þó ekki nákvæmlega. Fátt er og til af forn-
skjölum, er snerta Austfjörðu, nema helzt vísitaziugerðir
biskupa og ýms bréf í bókum þeirra, er geta sumstaðar
veitt leiðbeiningar. Það hefir því verið mjög erfitt að rann-
saka ættir Austfirðinga, og mörg leitin orðið árangurslaus-
Dr. Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður er, eins og kunn-
ugt er, fróðastur allra núlifandi manna um ættir íslendinga
og hefir unnið óhemju-mikið verk við að rannsaka æfiat-
riði einstakra manna á öllum öldum gegnum gömul skjöl
og bréfabækur og rita það upp. Hefir hann frætt mig um
margt við rannsókn mína á ættum Austfirðinga. En sára-
lítið hefir hann þó fundið um Eirik í Bót og konu hans-
Siðan ég gat fengið tíma til að rannsaka nokkuð til muna
gömul skjöl og bækur í Laridsskjalasafninu og Landsbóka-
safninu, hefi ég þó fundið ýmislegt, er snertir Eirík í Bót
og fjölskyldu hans, þó að lítið sé, og þykir mér rétt að
birta það og tilgátur minar, er jafnframt hafa til orðið út
af þvi. Gæti það þá orðið til leiðbeiningar þeim, er síðar
kynnu að vilja reyna að auka þar við, því að enn er ekki
allt svo rannsakað, að ekki kunni eitthvað nýtt að finnast;
en mitt starf við það er að líkindum bráðum á enda. Er
ég mjög þakklátur Bókmenntafélaginu, að það hefir tekið
ritgerð þessa til prentunar, þar sem búast má við, að fjölda
lesanda þyki hún og annað, sem ættatölur snertir, lítils
vert. Þó kann sumum, er unna fornum fræðum, að þykja
betra en ekki að sjá það, sem hún hefir að segja.
í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (II. bindi, 148.—150. bls.)
er dálítill þáttur um Eirík í Bót, eftir Jón Sigurðsson í Njarð-
vik, er talinn var á sinum tíma fróðastur maður eystra um
ættir og alþýðusagnir. Hann ættfærir Eirík þannig, að hann
hafi verið sonur Halls prests Högnasonar á Kirkjubæ og
Sesselju dóttur Einars prófasts Sigurðssonar i Heydölum-