Skírnir - 01.01.1931, Page 185
Skírnir] Eiríkur i Bót og Eiríkur á Rangá. 179
Bróðir hans hafi verið Guttormur Hallsson, er Tyrkir tóku.
Kona Eiriks hafi verið Guðríður dóttir Guttorms á Brú og
hafi þau átt 13 börn, og nafnkenndust þeirra verið Kristín,
kona séra Sigfúsar Tómassonar í Hofteigi og Hróðný, kona
Ásmundar frá Straumi Ólafssonar, prests á Sauðanesi Guð-
mundarsonar. Svo lýsir hann Eiríki þannig: »Eirikur var
afarmenni að afli og atgjörfi, ófyrirlátssamur, meðallagi
góðgjarn og svolalegur við drykk, því að hann var drykkju-
maður mikill« Jón getur þess einnig, að hann hafi verið
hagmæltur og kastað fram stökum við tækifæri og ritar
siðan fimm stökur, er hann eignar honum. Byrjar hin fyrsta
þannig: »Mjög er drukkinn mögur Halls.« Loks segir Jón,
að Eiríkur hafi síðast búið á Rangá og tilfærir eftirmæli,
er séra Þorvaldur Stefánsson (frá Vallanesi) hafi ort eftir
hann. Jón segir einnig þjóðsögur af Eiríki, bæði um reka-
töku hans, stórfenglegar refaveiðar og viðskifti við Ás-
mund, er varð tengdasonur hans, og eru sum þeirra held-
ur glæfraleg.
Ég hefi álitið rétt að minnast á þennan þátt, þó að
hann standi i »þjóðsögum«, því að menn gætu álitið, að
hin sögulegu atriði, sem nefnd eru þar, væru rétt, hvaða
gildi sem þeir vildu gefa sjálfum þjóðsögunum af Eirikr.
Því fremur mætti búast við þessu, sem slíkur maður hefir
ritað þáttinn sem Jón í Njarðvík. En það er því miður um
þáttinn að segja, að þar er ekkert sögulegt atriði rétt,
nema gifting Kristínar og Hróðnýjar, dætra Eiriks, og svo
það, að eftirmælin, sem tilfærð eru, eru ort af séra Þor-
valdi Stefánssyni. En þau eru ekki eftir Eirik í Bót, held-
ur annan Eirík, sem bjó á Rangá mörgum tugum ára seinna
en Eiríkur í Bót var uppi. Lausavísurnar eru heldur ekki
eftir Eirik í Bót, heldur Eirík á Rangá, eins og síðar verð-
ur sýnt.
Jón í Njarðvík var mesti gáfumaður og fróðleiksgjarn.
vandaður og sannorður mannkostamaður, kurteist og yfir-
lsetislaust prúðmenni, virtur af öllum, sem þekktu hann.
Hann var mjög vel minnugur og hefir eflaust ekki farið
rangt með það, sem hann hafði heyrt. Hann var fæddur
12*