Skírnir - 01.01.1931, Page 187
Skírnir] Eiríkur i Bót og Eiríkur á Rangá. 181
dóttur Einars prófasts Sigurðssonar í Heydölum. Svo kom
sú skoðun upp, að Eiríkur í Bót hefði verið sonur þess
Halls og Sesselju Einarsdóttur, og Guttormur Hallsson, sá
er Tyrkir tóku, einnig verið sonur þeirra. Varð sú skoðun
ofan á á síðara hluta 19, aldar og fram yfir 1900 og hefir
þó verið lausleg, því að enginn gerði verulega gangskör
að því að rannsaka það, enda litið um gögn til þess.
Að vísu kom á prent í Biskupasögum Bókmenntafé-
lagsins um 1878 þáttur af Oddi biskupi Einarssyni og var
þar í grein um Sesselju systur hans, giftingu hennar og
afkvæmi (II. bindi, bls. 671), og var þar farið eftir ættar-
tölubók séra Jóns Ólafssonar á Lambavatni, er prestur var
í Rauðasandsþingum (Sauðlauksdal) 1669—1703), fæddur
um 1640 og því samtíða Eiríki í Bót um 25—26 ár. En sú
grein um Sesselju er mjög óljós og að ýmsu leyti röng,
eins og síðar verður minnzt nánara á. Þegar hann telur
upp börn séra Halls og Sesselju í Bjarnanesi, telur hann
síðasta dætra þeirra Hróðnýju og segir svo: »Dóttir Hróð-
nýjar: Guðríður, kona Eiríks Magnússonar, er bjó í Bót í
Fljótsdalshéraði.« Þetta gerði spurninguna um Eirík i Bót
enn flóknari, því að nú sýndust Eiríkarnir í Bót helzt vera
orðnir tveir: Eiríkur Hallsson, sonur séra Halls Hallvarðs-
sonar, og Eiríkur Magnússon, sem átti Guðríði dótturdóttur
séra Halls og systurdóttur Eiríks Hallssonar. Það var því
eins og tveir tígulkóngar væru nú komnir í spilið og það
hefir aldrei þótt góðs viti; enda varð úrlausnin þvi von-
lausari, sem rannsóknin varð nákvæmari.
Þegar athugað var um aldur Kristínar dóttur Eiríks
Hallssonar í Bót, konu séra Sigfúsar Tómassonar í Hof-
teigi, þá varð bert, að hún gat naumast verið fædd síðar
en 1610—1612, og gat þá faðir hennar ekki verið sonur
séra Halls Hallvarðssonar og Sesselju Einarsdóttur frá Hey-
dölum, þar sem þau giftust ekki fyrr en 1601. En séra
Hallur hafði þá verið prestur annarsstaðar í 18 ár og var
því mjög sennilegt, að hann hefði verið kvæntur áður
(enda fékkst síðar sönnun fyrir þvi) og Eiríkur og Gutt-
ormur Hallson, er Tyrkir tóku 1627, verið frá því hjóna-