Skírnir - 01.01.1931, Page 191
Skirnir] Eiríkur í Bót og Eirikur á Rangá. 185-
er varla fæddur síðar en 1585—1590, gæti hann naumast
verið sonur Járngerðar, enda hefði þá hjónaband Ásmund-
ar blinda, bróður hennar, og Hróðnýjar dóttur Eiríks, sem
þá hefði verið sonardóttir Járngerðar, verið óleyfilegt. Þó
kynni konungsleyfi að hafa getað fengizt, og víst er það,
að Ásmundur var miklu eldri en Hróðný. En Magnús á
Sleðbrjót gat líka verið tvíkvæntur og Eiríkur verið sonur
fyrri konu hans og gengið því jafnt til arfs eftir hann eins
og hinir bræður hans.
Þetta eru nú að vísu veigalitlar líkur, að því er snertir
ætt Eiríks í Bót, og engin sönnun. En annað hef ég ekki
enn til að tína.
Þá er að ræða um konu Eiríks í Bót og ætterni henn-
ar. Það er varla vafamál, að hún hefir heitið Gyðríður, þó
að sumir hafi kallað hana Guðríði, enda sést af manntal-
inu 1703, að börn hennar hafa látið heita Gyðríði, en ekki
Guðriði. Hér að framan hefir þess verið getið, að sumir
hafi talið hana dóttur Halls prests Högnasonar á Kirkju-
bæ, en aðrir systur Guttorms á Brú eða jafnvel dóttur
hans, og verður það nú nánara athugað.
Dóttir séra Halls Högnasonar á Kirkjubæ hefir Gyð-
ríður ekki verið, þó að það gæti verið tímans vegna. Hún
er talin vera það í æfiágripi prestanna á Kirkjubæ, sem
áður var nefnt. En til er bréf, ritað af séra Jóni Guttorms-
syni á Hólmum (d. 1731), syni séra Guttorms á Hólmum,
Sigfússonar prests í Hofteigi Tómassonar, um Guttorm Halls-
son, er Tyrkir tóku 1627. Þar segir séra Jón, að faðir sinn,
sem hafi fæðzt sama árið, sem Guttormur Hallson var
drepinn við England á heimleið sinni, 1636, hafi borið
nafn »móðurbróður sins, Guttorm Hallssonar«, en nú er
það víst, að Kristín kona séra Sigfúsar í Hofteigi, var Ei-
riksdóttir, en ekki Hallsdóttir, dóttir Eiríks í Bót. Er því
einhver misgáningur í bréfinu, og hefir séra Jón eflaust
ætlað að segja, að faðir sinn hafi borið nafn »ömmubróð-
ur« síns, Guttorms Hallssonar, eða þá að afritari bréfs
séra Jóns hefir misskrifað »móðurbróður« fyrir »ömmu-
bróður«, og er það líklegra. En Guttormur var sonur séra